Nornaseiður íslenskaður. Norninar, þýðing á The Witches eftir Roald Dahl, ásamt greinargerð.

Lokaverkefni þetta er í tveimur hlutum, þýðing og greinargerð. Vegna höfundarréttarákvæða er þýðingin í lokuðum aðgangi. Lokaverkefni þetta til meistaragráðu í þýðingafræði við Háskóla Íslands er tvíþætt, annars vegar þýðing á barnabókinni The Witches, eða Nornirnar, eftir Roald Dahl og hins vegar g...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Sólveig Sif Hreiðarsdóttir 1964-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2018
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/31748
Description
Summary:Lokaverkefni þetta er í tveimur hlutum, þýðing og greinargerð. Vegna höfundarréttarákvæða er þýðingin í lokuðum aðgangi. Lokaverkefni þetta til meistaragráðu í þýðingafræði við Háskóla Íslands er tvíþætt, annars vegar þýðing á barnabókinni The Witches, eða Nornirnar, eftir Roald Dahl og hins vegar greinargerð, sem fjallar um þýðinguna og aðferðafræði skoposkenningarinnar. Markmiðið með þýðingunni er að reiða fram vandaða þýðingu sem fellur inn í íslenska menningu. Þýðingarstefna verksins hefur að leiðarljósi aðferðafræði skoposkenningar Hans J. Vermeers og Katharinu Reiss. Leitast er við að skoða þann jarðveg sem skoposkenningin spratt úr, bæði með tilliti til sögu þýðinga og upphafi þýðingafræði sem sjálfstæðrar fræðigreinar. Stiklað er á stóru um sögu þýðinga í aldanna rás, allt frá megingoðsögninni um Babelsturninn. Þá eru tilgreindir þeir einstaklingar sem helst komu við sögu og vörðuðu leiðina framan af. Upphaf þýðingafræði, sem sjálfstæðrar vísindagreinar, má staðsetja í byrjun sjöunda áratugar síðustu aldar. Skoposkenningin olli viðhorfsbreytingu gagnvart þýðingum. Skoposkenningin kynnti ennfremur til sögunnar eigin hugtök og heiti ásamt sex grundvallarreglum. Eins og aðrar fræðilegar kenningar hefur skoposkenningin fengið fræðilega umfjöllun og gagnrýni og ekki voru allir á eitt sáttir um ágæti hennar í byrjun. Þrátt fyrir það eru fræðimenn nú almennt sammála um að skoposkenningin hafi verið mikilvægt framlag til fræðanna og hafi leitt til framþróunar greinarinnar. Einnig verður rætt hvernig skoposkenningin var notuð sem aðferðafræði við þýðinguna. Greinargerðin fjallar að því loknu um verkið The Witches á bókmenntafræðilegum forsendum, auk þess sem fjallað er um þau úrlausnarefni sem upp komu við þýðinguna. Lykilorð: The Witches, Roald Dhal, Nornirnar, Hans J. Vermeer, Katharina Reiss, skoposkenningin, hugtök, skilyrði, grunnreglur, þýðingafræði, þýðingasaga. This thesis towards a master‘s degree in translation studies at the University of Iceland is a translation of The Witches, titled Nornirnar, ...