Fiskur og fólk. Vefvæn miðlun grunnsýningar Sjóminjasafnsins í Reykjavík

Sumarið 2018 opnaði ný aðalsýning á Sjóminjasafninu í Reykjavík, en hún ber nafnið „Fiskur og fólk“. Þetta verkefni felst í því að miðla efni sýningarinnar á vefvænan hátt og gera drög að skipulagi efnis á vef Sjóminjasafnsins. Verkið skiptist í tvo hluta: Greinargerð og miðlunarhluta. Í greinargerð...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Viðar Snær Garðarsson 1991-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2018
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/31739
Description
Summary:Sumarið 2018 opnaði ný aðalsýning á Sjóminjasafninu í Reykjavík, en hún ber nafnið „Fiskur og fólk“. Þetta verkefni felst í því að miðla efni sýningarinnar á vefvænan hátt og gera drög að skipulagi efnis á vef Sjóminjasafnsins. Verkið skiptist í tvo hluta: Greinargerð og miðlunarhluta. Í greinargerðinni er miðlunarhlutinn undirbúinn, vefur Borgarsögusafns er greindur, rýnt í fræði um miðlun efnis á vef auk þess sem drög að skipulagi nýs vefsvæðis eru sett fram. Miðlunarhlutinn felst síðan í vefsíðum um efni sýningarinnar ásamt drögum að skipulagi sem sett er fram í greinargerðinni. Í þessu verkefni er stuðst við hugmyndir um notendaupplifun eða hönnun notendaupplifunar við miðlun á vef. Vefir eiga að vera hannaðir og uppbyggðir til að þjóna notendum sem best. Skýrasta leiðin að því takmarki er að undirbúa vefverkefni vel, greina lykilverkefni og leggja allt kapp á að þau séu vel framkvæmd á vef. Góðir vefir eru einfaldir og auðvelda notendum að nálgast þær upplýsingar sem þeir leita eftir. „Fish an folk“ is a new permanent exhibition at the Reykjavík Maritime Museum. This final project is about communicating the exhibition on the web, and consists of two parts. The first part is this thesis, where I discuss best practices in organizing and creating content for the web and analyze the Maritime Museum‘s current websites. In the second part I create drafts for the organization, design and web content for the Maritime Museum‘s website, and specificially about the exhibition „Fish and folk“.