Samræður í stað spurninga : samskipti kennara og barna í samverustundum

Samverustundir, þar sem börn á einni deild safnast saman ásamt leikskólakennara, eru veigamikill þáttur í starfi flestra leikskóla. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna viðhorf leikskólakennara til samverustunda og þátttöku barnanna í þeim. Þau fræði sem rannsóknin byggir á eru rannsóknir fræðiman...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Aðalheiður Steinunn Sigurðardóttir 1961-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2018
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/31673
Description
Summary:Samverustundir, þar sem börn á einni deild safnast saman ásamt leikskólakennara, eru veigamikill þáttur í starfi flestra leikskóla. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna viðhorf leikskólakennara til samverustunda og þátttöku barnanna í þeim. Þau fræði sem rannsóknin byggir á eru rannsóknir fræðimanna á samskiptum milli kennara og barna í leikskóla. Þar eru þau samskipti helst talin gæðasamskipti sem innihalda ákveðið jafnvægi milli fullorðinna og barna og að hlustað sé eftir tjáningu barnanna. Einnig er stuðst við rannsóknir um menntun barna þar sem þátttaka og reynsla er talin forsenda fyrir námi þeirra. Rannsóknin var eigindleg tilviksrannsókn þar sem gagna var aflað með viðtölum við þrjá leikskólakennara og upptökum úr samverustundum hjá þeim sömu. Í viðtölunum var meðal annars leitað eftir viðhorfum leikskólakennaranna til samverustunda, tilgangs þeirra og framkvæmdar. Verkið getur nýst kennurum við að endurskoða tilgang og gildi samverustunda, skipulag og framkvæmd þeirra. Það má taka þá skoðun fræðimanna alvarlega að það henti ungum börnum að fræðast í gegnum samræður og þátttöku, en spurningar sem hafa þann eina tilgang að kanna þekkingu barna eigi hvorki erindi við mjög ung börn né þjálfi þau í að taka þátt í lýðræðislegu skólastarfi eins og lögð er rík áhersla á í aðalnámskrá leikskóla (Mennta- og menningarmálaráðuneytið, 2011). Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að sýn leikskólakennara á tilgang samverustunda sé ómeðvituð fyrir utan það meginmarkmið að vera í samskiptum við börnin. Börnin höfðu ekki mikil áhrif á það hvað fór fram í samverustundum og þátttaka þeirra var að alla jafna frekar lítil. Þátttaka barnanna fólst í samræðu og söng en þó var tímanum að miklum hluta varið í að svara spurningum sem leikskólakennari hafði ákveðið. Sjaldgæft var að um flæðandi og gagnvirkar samræður væri að ræða sem höfðuðu til barnanna og kölluðu eftir spurningum frá þeim. Circle time, shared time period in preschool, are seen as important in most preschools in Iceland. Nevertheless, the purpose of ...