„Það er ekki hægt að hjálpa þeim sem vilja ekki hjálpa sér sjálfir” : sýn ungmenna og fulltrúa meðferðarúrræða á vímuefnavanda unglinga á Íslandi

Markmið rannsóknarinnar er tvíþætt. Í fyrsta lagi að fá djúpa sýn ungmenna sem hafa reynslu af vímuefnaneyslu á reynsluheim þeirra af eigin neyslu, forvörnum og meðferðarúrræðum sem þau hlutu á unglingsárunum. Í öðru lagi að fá fram rödd starfsfólks í úrræðum sem tengjast ungu fólki í vímuefnaneyslu...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Telma Ýr Tórshamar 1987-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2018
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/31647
Description
Summary:Markmið rannsóknarinnar er tvíþætt. Í fyrsta lagi að fá djúpa sýn ungmenna sem hafa reynslu af vímuefnaneyslu á reynsluheim þeirra af eigin neyslu, forvörnum og meðferðarúrræðum sem þau hlutu á unglingsárunum. Í öðru lagi að fá fram rödd starfsfólks í úrræðum sem tengjast ungu fólki í vímuefnaneyslu. Stuðst var við eigindlega aðferðafræði þar sem tekin voru eigindleg djúpviðtöl við fimm ungmenni á aldrinum 18 til 25 ára og þrjá fulltrúa tveggja meðferðarúrræða. Viðtölin við ungmennin voru þemagreind innan eftirfarandi fjögurra efnisflokka: Æskan; Vímuefnaneyslan; Meðferðarúrræði og Forvarnir. Viðtölin við starfsfólk í meðferðarúrræðum voru þemagreind innan eftirfarandi þriggja efnisflokka: Stefna; Þjónustan og Árangursmat. Megin niðurstöður rannsóknarinnar sem sneru að ungmennunum voru í fyrsta lagi að þau voru almennt óánægð með þau meðferðarúrræði sem að þau fóru ekki sjálfviljug í sem unglingar en ánægð með þau úrræði sem þau ákváðu að sækja sjálf. Mörg þeirra höfðu neikvæða upplifun af starfsfólki úrræðanna og fannst vanta fleiri úrræði fyrir unglinga og meiri einstaklingsnálgun í meðferð. Í öðru lagi töldu þau að forvarnir ættu að byrja fyrr en þær gera og að þær ættu að vera ítarlegri, frá jafningjum eða fólki með reynslu af vímuefnum. Í þriðja lagi var áberandi áhersla hjá unga fólkinu þegar þau voru spurð út í vímuefnaneyslu sína að tilfinningavandi hafi verið helsta ástæða þess að þau leiddust út neyslu. Megin niðurstöður frá starfsfólki í meðferðarúrræðum voru að ríkið hyggðist halda áfram að bjóða meðferðarúrræði fyrir ungt fólk í vímuefnaneyslu en jafnframt hyggðist Barnaverndarstofa opna nýtt meðferðarúrræði á höfuðborgarsvæðinu til þess að koma til móts við vöntun þar um og breyttar áherslur í samfélaginu. Lykilhugtök: ungmenni, áhættuhegðun, vímuefni, meðferð, forvarnir. This research focuses on two parts. First it’s to get a deep vision on young people’s experience on drug abuse, preventions and rehab treatments that they went to as adolescents. Second is to get a vision from rehab treatments ...