Móttaka og kennsla barna flóttafólks í leikskólum á Íslandi : sjónarhorn deildarstjóra og sérkennara

Þessi rannsókn fjallar um aðlögun og kennslu barna flóttafólks í leikskóla á Íslandi. Markmið rannsóknarinnar er að safna saman reynslu leikskólakennara, sem unnið hafa með börnum flóttafólks, um hvað hefur reynst vel varðandi móttöku og dvöl þessara barna í leikskólum og hvað betur mætti fara. Þá e...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Silja Guðbjörg Hafliðadóttir 1987-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2018
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/31638
Description
Summary:Þessi rannsókn fjallar um aðlögun og kennslu barna flóttafólks í leikskóla á Íslandi. Markmið rannsóknarinnar er að safna saman reynslu leikskólakennara, sem unnið hafa með börnum flóttafólks, um hvað hefur reynst vel varðandi móttöku og dvöl þessara barna í leikskólum og hvað betur mætti fara. Þá er litið sérstaklega til þátta eins og verkfæra í kennslu og samskiptum, undirbúnings og samstarfs við aðrar stofnanir. Unnið er út frá eigindlegri aðferðafræði þar sem gagna var aflað með viðtölum við leikskólakennara í fjórum leikskólum á höfuðborgarsvæðinu. Rannsóknin er skoðuð út frá sjónarhorni leikskólakennara á móttöku og kennslu barna flóttafólks í leikskóla og hvað þarf að hafa í huga við það starf sem er frábrugðið starfi með öðrum börnum í leikskólum. Rannsóknarspurningin er tvíþætt 1) Hvað þarf að hafa í huga við móttöku og dvöl barna flóttafólks í leikskóla og á leikskólagöngu þeirra? 2) Hvernig er best að standa að slíku ferli? Fyrri rannsóknir á Íslandi hvað leikskóladvöl barna flóttafólks varðar hafa að mestu leiti verið gerðar út frá sjónarhorni barnanna og foreldra þeirra. Þessar rannsóknir eru afar fáar og engin þeirra snýr sérstaklega að leikskólabörnum. Því taldi rannsakandi mikilvægt að fá sýn leikskólastarfsmanna á móttöku og námi barnanna. Þó eru Hanna Ragnarsdóttir og Susan Rafik Hama að ljúka við rannsókn þar sem fram koma sjónarhorn kennara sem taka á móti börnum kvótaflóttafólks. Þessi rannsókn er þó frábrugðin meðal annars að því leyti að hún beinir athygli að sjónarhorni leikskólastarfsfólks sem hefur tekið á móti börnum kvótaflóttafólks og börnum fólks sem sótt hefur um alþjóðlega vernd á Íslandi. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að ákveðnar aðferðir og verkfæri reynast vel í samskiptum við börnin, svo sem sjónrænt skipulag og að leggja orð á athafnir, og notkun túlka og vefsíðunnar google.translate.com í samskiptum við foreldra þeirra. Einnig kemur fram að þörf er á aukinni fræðslu frá öðrum stofnunum og frekara samstarfi þar á milli til að styðja betur við kennara. This ...