Jafnréttismenntun í tveimur leikskólum : sjónarmið starfsfólks, stjórnenda og mikilvægi umhverfis

Í ritgerðinni er greint frá rannsókn á því hvernig jafnréttismenntun fer fram í tveimur leikskólum í Reykjavík. Leikskólarnir voru dregnir út úr hópi leikskóla sem höfðu samþykkt að taka þátt í rannsókn á vegum Rannkyn. Athuguð voru sjónarmið starfsfólks og stjórnenda ásamt mikilvægi umhverfis í jaf...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Laufey Heimisdóttir 1974-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2018
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/31624
Description
Summary:Í ritgerðinni er greint frá rannsókn á því hvernig jafnréttismenntun fer fram í tveimur leikskólum í Reykjavík. Leikskólarnir voru dregnir út úr hópi leikskóla sem höfðu samþykkt að taka þátt í rannsókn á vegum Rannkyn. Athuguð voru sjónarmið starfsfólks og stjórnenda ásamt mikilvægi umhverfis í jafnrétti kynjanna. Aðferðafræði rannsóknarinnar er eigindleg og var hún framkvæmd á tveimur ólíkum leikskólum með því að taka fjögur rýnihópaviðtöl við starfsfólk, tvö á hverjum stað, einstaklingsviðtöl við leikskólastjórana, jafnréttisáætlanir voru skoðaðar og gerð var vettvangsrannsókn á hvorum leikskólanum fyrir sig. Skoðað var hvort að staðsetning kennara, leikföng, umhverfi og efniviður skipti máli fyrir jafnrétti kynjanna. Samkvæmt Aðalnámskrá leikskóla er jafnrétti einn af grunnþáttum menntunar. Helstu niðurstöður sýna að sjónarmið starfsfólks á jafnrétti eru ólík og starfsfólk hefur misjafnar skoðanir hvort að eðli eða menningaráhrif móti einstaklinginn. Leitast var við að fá fram sjónarmið starfsfólks á staðalmyndum kynjanna og hvaða áhrif þær hafa á leikskólabörn. Fram kom að margir kennarar telja sig stuðla að jafnrétti með því að leyfa einstaklingnum að njóta sín og velja eftir áhugasviði sínu. Þekking starfsfólks á muninum á kyni og kyngervi eða mismunandi karlmennsku og kvenleika kom ekki fram í viðtölunum nema að litlu leyti. Svo virðist sem að kynjafræði hafi ekki verið hluti af námi starfsfólks leikskólanna. Ýmislegt hefur breyst á undanförnum árum en kennarar eru samt sem áður meðvitaðri um jafnréttismenntun og hafa breytt orðræðunni í daglegu starfi. Í leikskólunum tveimur er mikil áhersla lögð á að leikföng, bækur og efniviður séu valin með jafnrétti í huga. Stjórnendur geta haft mikil áhrif á menningu leikskólans og að hvaða leyti leikskólastarfsfólk leggur áherslu á jafnrétti í leikskólum. Í rannsókninni kom fram að fræðsla tengd jafnrétti og kynjafræði getur haft mikil áhrif á starfsfólk og kennslu. Starfsfólk talaði um þau jákvæðu áhrif sem að slík fræðsla hefur ásamt því að skoða og meta ...