Örskilaboð á íslenskan pappírsfána : upplifun ferðamanna og þátttaka í íslenskum gjörningi

Markmið eftirfarandi rannsóknar er að kanna upplifun erlendra ferðamanna sem hingað koma í þeim tilgangi að sjá hvað þeir skilgreina sem upplifun hér á landi. Skoðað verður hvernig ferðamennirnir tjá upplifun sína með þátttöku í íslenskum gjörningi og hvort draga megi lærdóm af þeirri upplifun. Rann...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Bryndís Jóhanna Jóhannesdóttir 1968-
Other Authors: Háskólinn á Bifröst
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2018
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/31601
Description
Summary:Markmið eftirfarandi rannsóknar er að kanna upplifun erlendra ferðamanna sem hingað koma í þeim tilgangi að sjá hvað þeir skilgreina sem upplifun hér á landi. Skoðað verður hvernig ferðamennirnir tjá upplifun sína með þátttöku í íslenskum gjörningi og hvort draga megi lærdóm af þeirri upplifun. Rannsóknin byggir að nær öllu leyti á gjörningi sem fram fór í Reykjavík árið 2017 og fólst í því að 75 erlendir ferðamenn skráðu upplifun sína á íslenska pappírsfána sem þeir negldu á spýtu og lögðu fram til sýnis. Einnig var stuðst við ljósmyndir og myndbönd sem tekin voru á vettvangi. Sambærilegur gjörningur fór fram fyrir 18 árum og eru niðurstöður hans að hluta til bornar saman við síðari gjörning. Fræðigrunnur rannsóknar byggir m.a. á gerendanetskenningu Latour (e. actor-network theory), og kenningum Edensor og Bærenholdt um sviðsetningu og iðkun í ferðaþjónustu. Aðferðafræðin byggir á skyn- og sjónrænni etnógrafíu (e. sensory and visual ethnography) og kenningu Goffman um sjálfið í félagslegum samskiptum (e. theory of self presentation). Sérstaklega verður horft til þeirra breytinga sem orðið hafa í ferðaþjónustu síðustu tvo áratugina og tengjast þátttöku ferðamanna, upplifun þeirra og sköpun. Niðurstöður benda til þess að ferðamenn sem hingað koma tjái upplifun sína af landinu á afar fjölbreyttan hátt. Margt gefur til kynna að þeir sækist eftir persónulegum tengslum við heimamenn og að vera þátttakendur í sköpun eigin áfangastaða. Niðurstöður gefa vísbendingar um áhuga og væntingar ferðamanna sem hugsanlega gagnast þeim sem áhuga hafa á að efla hér skapandi ferðaþjónustu. Lykilorð: Menningarstjórnun, hreyfanleiki, skapandi ferðaþjónusta, sviðsetning ferðaþjónustu, listgjörningur, upplifun, gerendanetskenning. The aim of the following study is to explore the experiences of tourists who come to Iceland by focusing on what the tourists find to be an experience in Iceland and how they express those findings by participating in an Icelandic art performance. Furthermore, can a knowledge be drawn from the experience. ...