Starfsþróun í leikskólum á norðanverðum Vestfjörðum : þarfir og væntingar starfsfólks um ráðgjöf og stuðning í starfi

Í þessari rannsókn var leitað svara við spurningunni hvers konar ráðgjöf og stuðning starfsfólk þeirra sjö leikskóla sem eru á norðanverðum Vestfjörðum þarf til að stuðla að starfsþróun í leikskólunum. Gögn rannsóknarinnar byggjast annars vegar á stefnum um starfsþróun í hverjum lei...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Elsa María Thompson 1970-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2018
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/31590
Description
Summary:Í þessari rannsókn var leitað svara við spurningunni hvers konar ráðgjöf og stuðning starfsfólk þeirra sjö leikskóla sem eru á norðanverðum Vestfjörðum þarf til að stuðla að starfsþróun í leikskólunum. Gögn rannsóknarinnar byggjast annars vegar á stefnum um starfsþróun í hverjum leikskóla fyrir sig og opinberum gögnum um eða frá skólunum. Hins vegar er byggt á einstaklingsviðtölum við fjóra hópa starfsfólks í leikskólunum sem snerust um hvernig starfsfólk leikskólanna skilur hugtakið starfsþróun, hvernig starfsþróun og endurmenntun kennara og annars starfsfólks á leikskólunum hefur verið háttað og hvernig megi forgangsraða verkefnum er lúta að starfsþróun einstakra leikskóla og/eða starfsmannahópa sem í skólunum starfa. Niðurstöður benda til að starfinu sé víða þröngur stakkur búinn, bæði er varðar fjölda leikskólakennara sem hafa sérþekkingu á þessu starfssviði en einnig fjármagni, tíma og svigrúmi sem ætlað er til starfsþróunar þeirra sem í skólunum starfa. Leikskólarnir eru ýmist sjálfstæðir leikskólar eða hluti af sameinuðum leik-, grunn- og tónlistarskóla og kjarasamningar fjölbreytts starfshóps sem í skólunum starfar um margt ólíkir. Margt virðist vel gert og viðmælendur í þessari rannsókn eru ánægðir með. Niðurstöðurnar gefa vísbendingar sem hafa má í huga við frekari rannsóknir og endurskoðun skipulags á starfsþróun í leikskólum á norðanverðum Vestfjörðum. Áríðandi virðist að skoða hvort viðsemjendur starfsfólks í leikskólum þurfi ekki að taka betur höndum saman og ákveða hvar eigi að forgangsraða í starfsþróun starfsfólksins og gefa síðan þessum forgangsverkefnum bæði tíma og svigrúm, en ekki síst fjármagn svo stefnan verði að raunveruleika í starfi skólanna. The purpose of this research was to examine what kind of advice and support the staff of the seven preschools located in the northwest part of Westfjords in Iceland need for their professional development. The data in this study is based on ...