Víðtækur lestur í dönskukennslu í 7. – 10. bekk á Íslandi

Markmið þessa rannsóknar er að veita innsýn í kennslu víðtæks lesturs í dönsku í 7. –10. bekk á Íslandi. Áherslur hennar eru því á hvaða kennsluaðferðum dönskukennarar beita í kennslu af þessu tagi og hvernig nemendur vinna úr lesefninu. Mikilvægt er að fá innsýn í þessa tegund kennslu þar sem lestu...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Einar Daði Gunnarsson 1992-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2018
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/31589
Description
Summary:Markmið þessa rannsóknar er að veita innsýn í kennslu víðtæks lesturs í dönsku í 7. –10. bekk á Íslandi. Áherslur hennar eru því á hvaða kennsluaðferðum dönskukennarar beita í kennslu af þessu tagi og hvernig nemendur vinna úr lesefninu. Mikilvægt er að fá innsýn í þessa tegund kennslu þar sem lestur og lesskilningur er einn mikilvægasti þátturinn þegar kemur að því að tileinka sér erlent tungumál. Það að nemendur lesi bækur eða texta er þó ekki nóg, heldur þarf að veita þeim rétta hvatningu og vekja áhuga þeirra á því sem lesið er. Til þess þurfa kennarar að beita réttum kennsluaðferðum og nálgunum. Til að fá innsýn í kennsluna var eigindlegri rannsóknaraðferð beitt þar sem gagnasöfnun fór fram með viðtölum við fimm dönskukennara, tvo af höfuðborgarsvæðinu og þrjá af landsbyggðinni. Eftir greiningu gagnanna kom í ljós að nemendur í dönsku lesa almennt ekki mikið af bókmenntum nema í einstaka tilfellum í 10. bekk. Í sumum skólum lesa nemendur þó smásögur en mestmegnis lesa þeir blaða- eða tímaritsgreinar á netinu sem tengjast áhuga eða reynsluheimi þeirra. Vinna þeir úr þeim í litlum hópum eða pörum en flestir kennaranna reyna að tengja lesturinn við áhuga og reynsluheim nemenda og hvetja þá þannig til lesturs. Í niðurstöðum gagnanna kemur einnig fram gagnrýni á hæfniviðmið aðalnámskrár en sömu hæfniviðmið eru í lesskilningi fyrir bæði ensku og dönsku, þrátt fyrir það að nemendur hefji nám síðar í dönsku. Þar sem kennsla víðtæks lesturs í dönsku í 7. –10. bekk hefur ekki verið skoðuð hér á landi er mikilvægt að fá innsýn í það hvernig hún fer fram og er þessari ritgerð ætlað að varpa ljósi á þau mál. Ásamt því getur þessi rannsókn veitt öðrum dönskukennurum hugmyndir eða innblástur að kennsluaðferðum og nálgunum varðandi víðtækan lestur. Það að nemendur lesi bókmenntir og lengri texta á dönsku gefur þeim einnig innsýn í menningu og samfélag Norðurlandaþjóðanna og er liður í því að styrkja og viðhalda því góða samstarfi og tengslum sem við eigum við þau. Þessi tengsl eru okkur mikilvæg bæði varðandi aðgang að ...