Við getum þá alltaf sungið Bítlalögin : uppúr hjólförunum, enska fyrir eldri konur

Viðfangsefni rannsóknarinnar var að skoða hvernig námskeið hentaði fullorðnum í óhefðbundnu enskunámi með hjálp Alnetsins. Ég bjó til enskunámskeið 2013-2015 sem ég sneið að þörfum tveggja hópa eldri kvenna, öðrum í Borgarnesi og hinum á Akureyri. Rannsóknin var starfendarannsókn þar sem ég skoðaði...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Ingibjörg Ingadóttir 1957-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2018
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/31578
Description
Summary:Viðfangsefni rannsóknarinnar var að skoða hvernig námskeið hentaði fullorðnum í óhefðbundnu enskunámi með hjálp Alnetsins. Ég bjó til enskunámskeið 2013-2015 sem ég sneið að þörfum tveggja hópa eldri kvenna, öðrum í Borgarnesi og hinum á Akureyri. Rannsóknin var starfendarannsókn þar sem ég skoðaði námskrá og hönnun námskeiðsins, hlutverk mitt og aðkomu að því. Markmið rannsóknarinnar var að skoða hvernig námskeið hentaði nemendum með ólíkan bakgrunn í námi sem taka aftur upp þráðinn og hvernig nálgunin í náminu með hjálp tónlistar og tölvu höfðu áhrif á nám þeirra og áhuga á endurmenntun í ensku. Í rannsókninni leitaði ég svara við eftirfarandi meginspurningu: Hvernig námskeið henta fullorðnum með litla grunnmenntun? Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru að námskrá enskunámskeiðsins þarf að vera lifandi og sveigjanleg og efnistök og kennsluaðferðir þurfa að henta reynslu og þroska eldri nema. Einnig þarf að laða þá að tölvunotkun til þess að þeirri kunnáttu sé haldið við og aðgengi að ensku námsefni á Alnetinu stuðli að frekari upplýsingaleit og verði þannig að sífelldri viðbót við enskunámið. Starfendarannsóknir sem gerðar voru í þessu ferli gáfu einnig til kynna að hægt er að nýta niðurstöður rannsóknarinnar við nám og kennslu á fleiri skólastigum og geta niðurstöður rannsóknarinnar því verið gagnleg viðbót við umræðu um skóla- og fræðslumál fullorðinna. Up, up from the trodden path, English for older ladies “At least we can always sing the Beatles´ songs” The subject of this self-study was to examine how to cater for adults, eager to learn English, by using unorthodox methods i.e. social media and IT. The research took place in Borgarnes and Akureyri during 2013 -2015 with the participation of two groups of older ladies. The women were looking for alternative ways to learn English and asked for guidance and instruction while I was teaching at the local upper secondary school. I decided to come up with an unusual approach and offered to teach English using the Internet as the motivation medium in the ...