Nám og kennsla um kynheilbrigði á unglingastigi séð frá sjónarhóli kennara

Meginmarkmið þessarar rannsóknar er að öðlast innsýn í reynslu, viðhorf og skilning kennara á kynfræðslu og mikilvægi hennar, hvernig henni er háttað og hvernig þeir telja að henni ætti að vera háttað á unglingastigi. Tilgangurinn er með öðrum orðum að varpa ljósi á mikilvægi þess að hafa markvissa...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Diljá Barkardóttir 1993-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2018
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/31573
Description
Summary:Meginmarkmið þessarar rannsóknar er að öðlast innsýn í reynslu, viðhorf og skilning kennara á kynfræðslu og mikilvægi hennar, hvernig henni er háttað og hvernig þeir telja að henni ætti að vera háttað á unglingastigi. Tilgangurinn er með öðrum orðum að varpa ljósi á mikilvægi þess að hafa markvissa kynfræðslu á unglingastigi í grunnskólum landsins. Fjallað er almennt um kynfræðslu, kynheilbrigði unglinga, kennsluhætti, námsefni og kennara sem annast kynfræðslu. Tekin voru viðtöl við fimm grunnskólakennara á höfuðborgarsvæðinu sem sjá um kynfræðslu á unglingastigi. Þátttakendur voru valdir með markmiðsúrtaki, þ.e. þeir voru valdir vegna þess að þeir töldust hafa þekkingu og innsýn í viðfangsefnið og hæfðu þannig markmiði rannsóknarinnar. Einnig var rætt við verkefnastjóra jafnréttismála hjá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar, sem heldur utan um tilraunaverkefni um kynfræðslu sem fer af stað í tveimur grunnskólum í Reykjavík haustið 2018. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að viðmælendur telji kynfræðslu mjög mikilvæga á unglingastigi. Kennararnir nýta sér mikið alla þá umræðu sem fram fer í samfélaginu nú á dögum um kynhegðun og kynheilbrigði til þess að fræða nemendur sína. Viðmælendur segja að helstu áherslur í kynfræðslu séu samskipti, andlega hliðin, tilfinningar, jafnrétti, heilbrigt kynlíf og heilbrigð sambönd. Áherslan á líffræðihlutann hefur minnkað að þeirra mati þó að hann sé ennþá til staðar en félagslegi þátturinn hefur aukist að sama skapi. Kynheilbrigði unglinga er einn mikilvægasti þátturinn sem þarf að gefa gaum samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar. Viðmælendur telja sig greina ýmis atriði í hegðun unglinga sem mikilvægt er að ræða í kynfræðslunni, meðal annars klámáhorf og það að nemendur senda á milli sín nektarmyndir af sjálfum sér og öðrum. The main objective of the research presented in this dissertation was to gain an insight into teachers’ experience, perspective and understanding of sexuality education as well as its importance, the methodology by which it is taught and ...