Útivera, útinám og tómstundaiðkun barna : rannsókn á útiveru og viðhorfum hjá 6. bekk í tveimur grunnskólum í Reykjavík

Rannsókn þessi var gerð til að kanna útiveru barna í 6. bekk í tveimur grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu. Í samfélaginu í dag eru vaxandi áhyggjur af því að ungmenni nútímans eru að verja meiri og meiri tíma innandyra og þar af leiðandi minni tíma úti. Greint er frá erlendum rannsóknum sem benda til...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Sædís Ósk Helgadóttir 1993-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2018
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/31567
Description
Summary:Rannsókn þessi var gerð til að kanna útiveru barna í 6. bekk í tveimur grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu. Í samfélaginu í dag eru vaxandi áhyggjur af því að ungmenni nútímans eru að verja meiri og meiri tíma innandyra og þar af leiðandi minni tíma úti. Greint er frá erlendum rannsóknum sem benda til þess að útivera og tengsl við náttúruna hefur jákvæð áhrif á börn með tilliti til heilsu, líkamlegrar- og andlegrar heilsu og félagsþroska barna. Einnig hefur það sýnt sig að tómstundir og skóli skipti miklu máli við að þroska heilbrigða sýn á náttúruna og að útinám í skólum hafi sérstaklega jákvæð áhrif á námsárangur barna. Meginmarkmið rannsóknarinnar var að öðlast innsýn í venjur og viðhorfi nemenda þegar það kemur að almennri útiveru og einnig að skoða tómstundaiðkun þeirra og útinám í skólanum. Nemendur svöruðu spurningalista þar sem þau voru beðin um meta hve langan tíma þau voru úti. Niðurstöður benda til þess að þátttakendurnir eru að meðaltali 1,8 - 2 klukkustundir úti á dag og stúlkur verja meiri tíma úti en drengir. Algengast er að þátttakendur séu úti með vinum að spila boltaleiki eða í göngutúrum og viðhorf þátttakenda til útiveru er almennt jákvætt. Fróðlegt var að fá innsýn í stöðu útiveru barna í dag en við rannsóknina vöknuðu ýmsar spurningar um frekari athuganir og rannsóknir t.d. um útiveru tengdum hvert þau fara helst, dvöl þeirra í náttúrunni og mæla hvort útivera barna fer minnkandi eftir kynslóðum.