Íslensk húsnæðisstefna : af hverju þróaðist íslensk húsnæðisstefna öðruvísi en á hinum Norðurlöndunum?

Ritgerð þessi er á sviði hagfræði, heimspeki og stjórnmálafræði og í henni er ætlunin að skoða muninn á húsnæðiskerfum norðurlandanna og þá sérstaklega af hverju Ísland hefur farið aðra leið en þau lönd sem hingað til hefur helst verið leitað til að fyrirmyndum, Danmerkur og Svíþjóðar. Til byrja með...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Sigurður Guðmundsson 1966-
Other Authors: Háskólinn á Bifröst
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2018
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/31520
Description
Summary:Ritgerð þessi er á sviði hagfræði, heimspeki og stjórnmálafræði og í henni er ætlunin að skoða muninn á húsnæðiskerfum norðurlandanna og þá sérstaklega af hverju Ísland hefur farið aðra leið en þau lönd sem hingað til hefur helst verið leitað til að fyrirmyndum, Danmerkur og Svíþjóðar. Til byrja með verður farið yfir hvað helst einkennir húsnæðiskerfi hinna norðurlandanna. Þegar því er lokið verður farið yfir hvernig mál hafa þróast á Íslandi en hér hefur séreignastefnan verið allsráðandi. Farið verður yfir hvernig stjórnmálin hafa litað þá ákvörðun að fara séreignarleiðina og hver munurinn er á hvernig flokkar hafa verið við völd á Ísland og hinum norðurlöndunum, bæði í landsmálum og höfuðborgum landanna. Aðeins verður minnst á verkamannabústaðina en þeir eru ágætt dæmi um hvernig Íslendingar hafa tekið upp hugmyndir frá öðrum löndum en sérsniðið þær eftir sínu höfði. Þá verður farið yfir kosti og galla séreignastefnunnar en hún er langt í frá fullkomin frekar en önnur mannanna verk. Yfirferðinni líkur svo með umfjöllun um leigumarkaðinn og stöðu leigjenda sem neytendur á Íslandi samanborið við hin norðurlöndin og hvernig viðhorf stjórnvalda gagnvart leigjendum kristallast í stóru skuldaleiðréttingunni sem farið var í eftir hrun. This essay is in the field of Politics, Philosophy and Economics and its purpose is to look at the difference between the Nordic housing systems. The focus is on why Iceland decided to go in another direction than the neighboring countries Iceland has so much in common with, that is Denmark and Sweden. To begin with, we look at what defines the housing systems in Sweden, Denmark, Norway and Finland. Then the focus shifts to Iceland and we look at how homeownership has become the prevailing system. How the politics have lead the way in that direction and the difference in politics in Iceland versus the other Nordic countries. Both on national level and in the city councils of the capital cities. We discuss the pros and cons of private homeownership versus leasing and in the end; we ...