Leikskólabörn og hreyfing

Eftirfarandi ritgerð er unnin sem lokaverkefni til B.Ed. – prófs við kennaradeild Háskólans á Akureyri vorið 2005. Lokaverkefnið skiptist í megindráttum í þrjá hluta. Fyrsti hlutinn er fræðileg umfjöllun um hreyfiþroska og hreyfiþjálfun barna. Annar hluti fjallar um litla rannsókn sem gerð var um vi...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Þorvaldur Þorvaldsson
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2005
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/315
Description
Summary:Eftirfarandi ritgerð er unnin sem lokaverkefni til B.Ed. – prófs við kennaradeild Háskólans á Akureyri vorið 2005. Lokaverkefnið skiptist í megindráttum í þrjá hluta. Fyrsti hlutinn er fræðileg umfjöllun um hreyfiþroska og hreyfiþjálfun barna. Annar hluti fjallar um litla rannsókn sem gerð var um viðhorf leikskóla- og íþróttakennara á Akureyri til hreyfiþroska og hreyfiþjálfunar barna. Í þriðja hluta er settur fram hugmyndabanki um hreyfiþjálfun barna sem miðar að því að efla hreyfiþroska og hreyfifærni barna á leikskólaaldri. Rannsóknin var eigindleg og voru notuð bréfleg viðtöl sem sex kennarar úr hvorri stétt fyrir sig svöruðu. Meginniðurstaðan er sú að viðhorf kennaranna reyndust svipuð hjá flestum, þeir töldu stöðu hreyfiþroska mismunandi eftir einstaklingum og höfðu jákvæð viðhorf til hreyfiþjálfunar barna. Rannsakandi telur að efla þurfi hreyfiþjálfun barna í nánasta umhverfi þeirra og því þurfi foreldrar og leikskólakennarar að leggja sitt af mörkum. Mikilvægi skipulagðrar og markvissrar hreyfiþjálfunar í leikskólum kallar á fagleg vinnubrögð leikskólakennara og því ætti e.t.v. að leggja aukna áherslu á þennan þátt í námi þeirra.