Samanburður á búsetu og virkniúrræðum fyrir geðfatlaða í Reykjavík og í Árborg

Verkefni þetta er 10 eininga lokaverkefni til BA gráðu í tómstunda- og félagsmálafræði frá Háskóla Íslands. Verkefnið er samanburður á búsetu- og virkni úrræðum í Reykjavík og á Selfossi, í verkefninu verður komið inn á fræðilega hluta og helstu hugtökin vel skilgreind. Það verður farið yfir lög og...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Ásta María Guðbrandsdóttir 1980-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2018
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/31490
Description
Summary:Verkefni þetta er 10 eininga lokaverkefni til BA gráðu í tómstunda- og félagsmálafræði frá Háskóla Íslands. Verkefnið er samanburður á búsetu- og virkni úrræðum í Reykjavík og á Selfossi, í verkefninu verður komið inn á fræðilega hluta og helstu hugtökin vel skilgreind. Það verður farið yfir lög og reglugerðir sem tengjast geðfötluðum og mikilvægi þeirra, einnig verður athugað hvernig Reykjavík og Selfoss standi sig í að framfylgja þeim lögum sem við eiga. Að lokum geri ég tillögur um breytingar á ríkjandi fyrirkomulagi. Það voru tekin viðtöl við lykilmanneskjur á þessum tveimur stöðum og einnig voru tekin viðtöl við starfsfólk í virkni úrræðum á þessum stöðum. Meðal þeirra eru Hugarafl og Hlutverkasetur. Það vill gleymast að þegar einstaklingar fá geðsjúkdóm, þá er það erfitt fyrir alla, einstaklinginn sjálfan og einnig nánustu aðstandendur. Með góðum og hentugum úrræðum fyrir þessa einstaklinga er bæði verið að hjálpa þeim og einnig aðstandendum. Þegar búsetu- og virkni úrræði eru skipulögð, þá er best að hafa þau fjölbreytt, þannig að hægt sé að finna eitthvað sem hentar öllum. Einnig þarf að vera staðið faglega að öllu skipulagi við þessi úrræði. Þegar virkni úrræðin eru skipulögð þá er tómstundafulltrúi lykilmanneskja sem sér til þess að fjölbreytt og skipulagt starf sé í boði. Þegar búsetu- og virkni úrræðin eru góð þá eykst sjálfræði og sjálfstæði einstaklinga.