Notkun leiklistar í sértæku hópastarfi

Notkun leiklistar í sértæku hópastarfi er lokaverkefni til B.Ed-gráðu í grunnskólakennarafræði við Háskóla Íslands. Verkefnið samanstendur af hugmyndabanka sem unnin var út frá þróunarverkefni um notkun leiklistar í sértæku hópastarfi. Hugmyndabankinn er ætlaður fyrir kennara, frístundaleiðbeinendur...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Hera Jónsdóttir 1994-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2018
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/31453
Description
Summary:Notkun leiklistar í sértæku hópastarfi er lokaverkefni til B.Ed-gráðu í grunnskólakennarafræði við Háskóla Íslands. Verkefnið samanstendur af hugmyndabanka sem unnin var út frá þróunarverkefni um notkun leiklistar í sértæku hópastarfi. Hugmyndabankinn er ætlaður fyrir kennara, frístundaleiðbeinendur eða aðra starfsmenn sem vilja nota leiklist í vinnu með börnum og unglingum með það markmiði að styrkja þau í samskiptum og auka sjálfstraust. Í greinargerðinni er settur fram fræðilegur stuðningur fyrir notkun leiklistar í skóla- og frístundastarfi með það að leiðarljósi meðal annars, að efla samskiptafærni einstaklinga. Innan leiklistar eru kennsluaðferðir sem reyna á ólíka færni nemenda og eru verkefnin fjölbreytt og krefjandi. Innihald hugmyndabankans var þróað með hópi tíu stúlkna í 8. bekk í grunnskóla í Reykjavík. Þær voru valdar í hópinn með hentugleikaúrtaki í samráði við skólann. Niðurstöðurnar sýndu að þátttakendur fundu fyrir auknu sjálfstrausti og öryggi. Þeim fannst hópastarfið skemmtilegt og það ýtti þeim út fyrir þægindarammann. Eftir að hafa tekið þátt fannst þeim þær tilheyra hópnum betur og jók það vellíðan þeirra í skólanum í kjölfarið.