Stærðfræðinám sem efling á skilningi og vakning á sjálfstæðri hugsun

Verkefnið er unnið sem lokaverkefni til B.Ed.-prófs við Háskólann á Akureyri vorið 2009. Í verkefninu er leitast við að svara spurningunni hvort að hægt sé að flétta námskenningarnar atferliskenningu og hugsmíðikenningu saman til að skapa árangursríkt nám nemenda í stærðfræði á unglingastigi. Sú ken...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Þjóðbjörg Gunnarsdóttir
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2009
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/3142
Description
Summary:Verkefnið er unnið sem lokaverkefni til B.Ed.-prófs við Háskólann á Akureyri vorið 2009. Í verkefninu er leitast við að svara spurningunni hvort að hægt sé að flétta námskenningarnar atferliskenningu og hugsmíðikenningu saman til að skapa árangursríkt nám nemenda í stærðfræði á unglingastigi. Sú kenning sem mest hefur mótað starf í grunnskólum er atferilskenningin en áherslur hennar eru að allt nám sé kennaramiðað og kennarinn yfirfærir þekkingu yfir til nemenda eftir fyrirfram ákveðnum leiðum. Mikil áhersla er lögð á þjálfun nemenda í ákveðnum viðfangsefnum og utanbókarlærdóm. Út frá atferlisstefnunni hefur komið fram huglæg atferlisstefna og með sjónarmiðum hennar hafa atferlissinnar nálgast hugmyndafræði hugsmíðikenningarinnar því samkvæmt áherslum hennar eru nemendur settir í stjórn á námi sínu og hafa eitthvað um það að segja. Nemendum er hjálpað við að setja sér markmið varðandi hegðun og nám, þeir eru ábyrgir fyrir að vakta og skrá hegðun sína og stjórna verðlaunum þegar þeim hefur tekist að ná þeim markmiðum sem sett voru í upphafi. Aukist hefur að unnið sé eftir áherslum hugsmíðikenningar í grunnskólum og hefur kennsla eftir sjónarmiðum hennar aukist mikið. Sjónarmið hugsmíðikenningarinnar gera ráð fyrir að nemendur byggi sjálfir upp þekkingu sína á fyrri þekkingu eða reynslu en yfirfæri hana ekki frá öðrum. Nemendur hafa þann möguleika að velja sér viðfangsefni þar sem lausnin liggur ekki fyrir og þurfa því að vinna að lausn eftir leiðum sem þeir velja sjálfir. Þegar aðalnámskrá grunnskóla í stærðfræði er skoðuð eru þar markmið sem bæði eru í anda atferlis- og hugsmíðikenningarinnar. Stærðfræðihluti aðalnámskrár grunnskóla 2007 leggur áherslu á að hægt sé að þjálfa leikni í að takast á við viðfangsefni þar sem lausnir liggja ekki í augum uppi og leit að lausnum krefst bæði hugkvæmni, rökvísi og færni. Saman við þessa þætti fléttast samvinna nemenda og tjáskipti þeirra á milli. Einnig kemur fram að yfirfærsla stærðfræðináms gerist ekki af sjálfu sér, heldur þurfa nemendur að fá æfingu í að setja ...