Hvernig má auka framleiðni í byggingar- og mannvirkjageira á Íslandi?

Framleiðni er mælikvarði á hversu vel fjármagn og vinnuafl nýtast til að skapa verðmæti. Íslenskur byggingariðnaður hefur glímt við lága framleiðni um töluverðan tíma. Margir hafa bæði ritað og rætt um þetta mál hér á landi og bent á að mælingar gefi til kynna að ástandið sé langt í frá ásættanlegt....

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Hannes Frímann Sigurðsson 1964-
Other Authors: Háskólinn í Reykjavík
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2018
Subjects:
MPM
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/31390
Description
Summary:Framleiðni er mælikvarði á hversu vel fjármagn og vinnuafl nýtast til að skapa verðmæti. Íslenskur byggingariðnaður hefur glímt við lága framleiðni um töluverðan tíma. Margir hafa bæði ritað og rætt um þetta mál hér á landi og bent á að mælingar gefi til kynna að ástandið sé langt í frá ásættanlegt. Höfundur þessarar ritgerðar gerði rannsókn, sem hluta af meistaranámi í verkefnastjórnun (MPM), þar sem skýringa á minni framleiðni hér á landi en í nágrannaríkjum var leitað meðal sérfræðinga í greininni og var þar varpað ljósi á nokkrar orsakir. Í þessari ritgerð er leitast við að greina enn frekar þær ástæður sem liggja að baki. Einnig er leitast við að greina, flokka, forgangsraða og leggja drög að lausnum til að auka framleiðni hér á landi í byggingar- og mannvirkjagreinum. Verkefnið, sem er umbótamiðuð rannsókn, er unnið þannig að dregnar eru fram þær skýringar sem áður hafa verið bent á í ræðu og riti, þær lagðar fyrir fjölda sérfræðinga úr greininni, flokkaðar, greindar og þeim forgangsraðað. Þannig er ætlunin að leggja fram verkfæri sem geta nýst greininni til að hefja nauðsynlegt umbótastarf. Verkefnið hófst með meistaraverkefni höfundar í MPM námi við Háskólann í Reykjavík þar sem lagður var grunnur að þessu verkefni. Fengnir voru 20 sérfræðingar úr byggingar- og mannvirkjagreinum til að taka þátt í rýnihópum sem ætlaðir voru til að greina og forgangsraða þeim skýringum sem fram komu í báðum rannsóknum. Haldnar voru þrjár vinnustofur þar sem greiningarvinnan fór fram. Niðurstöður verkefnisins eru fimm helstu og líklegustu skýringar á minni framleiðni í 12 mismunandi flokkum virðiskeðju byggingar- og mannvirkjageirans. Flokkarnir ná til atriða eins og „Stjórnvöld og hagstjórn“, „Sveitarfélög“, „Fyrirtækin“, „Starfsmenn“, „Stjórnendur“ o.fl. Samtals eru í heild 60 atriði sem varpa ljósi á tækifæri til úrbóta. Niðurstöðurnar er hægt að nota til að beina sjónum aðila í geiranum að því hvað þarf að gera til að auka framleiðni á einstökum stöðum í virðiskeðjunni og í greininni allri. Þekking á hugtakinu ...