Öryggi í iðrum jarðar : úttekt á gerð áhættumats og öryggisáætlana í ferðamannahellum á Íslandi

Ferðamönnum hefur farið hratt fjölgandi á síðustu tíu árum á Íslandi og í dag er Ísland einn af vinsælustu áfangastöðum heims meðal ferðamanna. Ósnortin náttúran er mesta aðdráttaraflið og ferðir sem leiða fólk undir yfirborð jarðar verða sífellt vinsælli. Ísland er eldfjallaeyja og því er mikilvægt...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Júlía Hrönn Guðmundsdóttir 1973-
Other Authors: Háskólinn í Reykjavík
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2018
Subjects:
MPM
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/31345
Description
Summary:Ferðamönnum hefur farið hratt fjölgandi á síðustu tíu árum á Íslandi og í dag er Ísland einn af vinsælustu áfangastöðum heims meðal ferðamanna. Ósnortin náttúran er mesta aðdráttaraflið og ferðir sem leiða fólk undir yfirborð jarðar verða sífellt vinsælli. Ísland er eldfjallaeyja og því er mikilvægt að ferðaskipuleggjendur geri sér grein fyrir ábyrgð sinni hvað varðar öryggi ferðamanna á áfangastöðum þar sem lítið má út af bregða til að smáóhapp vindi upp á sig og verði að stórslysi. Skortur á löggjöf er eitt stærsta vandamálið sem ferðaþjónustan stendur frammi fyrir þar sem framkvæmd öryggismála er komin undir metnaði hvers fyrirtækis. Þetta býður hættunni heim og því var ákveðið að skoða hver staða öryggismála væri hjá þeim fyrirtækjum sem hafa einkaafnot af hendi landeigenda til að vera með rekstur og stýrðan aðgang að hellum. Fimm fyrirtæki tóku þátt í rannsókninni sem fór fram með hálfopnum viðtölum og vettvangsheimsóknum. Niðurstöður gefa til kynna að þrátt fyrir að fyrirtækin séu að sinna sínu öryggishlutverki vel og séu með virkar öryggisáætlanir þá er þörf á gæðakerfi sem fyrirtækin geta aðlagað starfsemi sinni. Hugsanlega mætti þó nýta gæðakerfi Vakans betur en það þyrfti að einfalda svo auðveldara væri að laga það að mismunandi starfsemi skipuleggjenda dagsferða. Þá er skortur á eftirfylgni augljós galli á gæðakerfinu og því mikilvægt að löggjafinn skerpi á reglum og samþykki löggjöf sem skýrir kröfur til ferðaskipuleggjenda um öryggi ferðamanna á áfangastöðum og veiti aukið fjármagn til Ferðamálastofu til eftirfylgni útgefinna vottana. The number of tourists visiting Iceland has been increasing rapidly for the last ten years and today, Iceland is one of the world’s most popular tourist destination. The unspoiled nature is the main attraction and tours that lead people beneath the surface of the earth are growing in popularity. Iceland is a volcanic island and therefore it’s important for travel planners to realise their responsibility regarding the safety of tourists on site where small incidents ...