Hér er allt í lagi! : hvernig hafa áherslur þróast í markaðsátakinu Inspired by Iceland?

Verkefni þetta fjallar um markaðsherferðina Inspired by Iceland. Herferðin var í fyrstu svar hagsmunaaðila ferðaþjónustunnar við þeirri neikvæðu ímynd sem skapaðist af landinu í umfjöllun í heimsfréttum eftir eldgos í Eyjafjallajökli árið 2010. Í dag er Inspired by Iceland orðið að regnhlífarheiti y...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Brynja Eiríksdóttir 1992-, Ragnheiður Mjöll Baldursdóttir 1974-
Other Authors: Háskólinn á Hólum
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2018
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/31340
Description
Summary:Verkefni þetta fjallar um markaðsherferðina Inspired by Iceland. Herferðin var í fyrstu svar hagsmunaaðila ferðaþjónustunnar við þeirri neikvæðu ímynd sem skapaðist af landinu í umfjöllun í heimsfréttum eftir eldgos í Eyjafjallajökli árið 2010. Í dag er Inspired by Iceland orðið að regnhlífarheiti yfir allt það landkynningarefni sem markaðsstofa Íslands, Íslandsstofa, gefur út. Meginmarkmið verkefnisins er að komast að því hvernig áherslur í markaðsefni innan herferðarinnar hafa þróast frá því að hún hófst fyrst. Litið er á rannsóknina sem tilviksrannsókn þar sem Inspired by Iceland er tilvikið og er eigindlegum rannsóknaraðferðum á borð við skjalagreiningu og hálf-formfast viðtal beitt til að varpa ljósi á þá þróun áherslna sem hefur átt sér stað. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar sýndu fram á að nýjar áherslur hafa orðið til innan herferðarinnar í takt við fjölgun ferðamanna og atburði líðandi stundar en samhliða því er haldið áfram að vinna með þær áherslur sem fyrir voru innan átaksins. Þannig lagði fyrsta markaðsefnið innan herferðarinnar línurnar fyrir það sem kom á eftir og svo byggðist herferðin upp með hverju átakinu á fætur öðru. Lykilorð: Þróun, hagsmunaaðilar, markaðsherferðir, ferðaþjónusta, Ísland This paper is about Inspired by Iceland, Iceland’s leading marketing campaign. Initially the campaign was an attempt by stakeholders in the Icelandic tourism industry to affect the negative image of the country displayed in the world media following the volcanic eruption in Eyjafjallajökull glacier in 2010. Today Inspired by Iceland has become the umbrella term for all marketing material published by Iceland’s leading promotion office, Promote Iceland. The main goal of this paper is to examine how the focus has changed within the campaign since its first launch in 2010. The research was conducted as a case study with Inspired by Iceland being the case. The research was qualitative and included document analysis and a semi-standardized interview. The main findings indicate that new foci have emerged in ...