Norðurljósaferðir : upplifun og væntingar ferðafólks

Norðurljósferðir njóta sívaxandi vinsælda í vetrarferðamennsku á Íslandi og virðist vera lítið lát á. Leitað var svara um hvaða væntingar ferðafólk hefur til norðurljósaferða, hvort myrkurgæði, sögur og leiðsögn hafi áhrif á upplifun þeirra. Markmið rannsóknar var að meta hvaða þættir hefðu áhrif á...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Ingibjörg Smáradóttir 1968-
Other Authors: Háskólinn á Hólum
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2018
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/31335
Description
Summary:Norðurljósferðir njóta sívaxandi vinsælda í vetrarferðamennsku á Íslandi og virðist vera lítið lát á. Leitað var svara um hvaða væntingar ferðafólk hefur til norðurljósaferða, hvort myrkurgæði, sögur og leiðsögn hafi áhrif á upplifun þeirra. Markmið rannsóknar var að meta hvaða þættir hefðu áhrif á upplifun ferðafólks á Akureyri í norðurslóðaferðum og hvaða hlutverk leiðsögumaður hefur í norðurljósaferð. Farið var í norðurljósaferðir með ferðaþjónustufyrirtækjum sem bjóða upp á slíkar ferðir. Tekin voru eigindleg viðtöl við ferðafólk og þau spurð um upplifun þeirra innan ákveðins viðtalsramma. Viðtölin voru greind niður í fjögur þemu sem voru um væntingar þeirra, myrkurgæði, upplifun og sögur um norðurljós. Síðan voru dregnar saman helstu niðurstöður rannsóknar en þar kom fram að ferðafólk virtist gera sér grein fyrir að ekki var hægt að ganga að því vísu að sjá norðurljós, myrkurgæði virtust ekki hafa áhrif á upplifun þeirra og fæstir hafa heyrt sögur um norðurljós fyrr en komið var til Íslands. Það má því draga af því þá ályktun að markaðssetning norðurljósaferða á Akureyri virðist gefa raunsanna mynd af útkomu ferða. Lykilorð: Aurora Borealis, norðurljós, myrkurgæði, upplifun, leiðsögn, norðurljósasögur. Northern lights tours are increasing in popularity in winter tourism in Iceland and the interest only seems to be growing. A survey was conducted on the expectations of travelers for Northern Lights tours, exploring various variables such as whether quality of darkness, importance of stories told by the guide and the importance of the competency of the tour guide affected their experience. The purpose of the study was to assess which factors influenced the experience of travelers and what role a tour guide has in the viewing of the northern lights. A tour of the Northern Lights was conducted with tourism companies that offer such tours. Qualitative interviews with tourists were conducted, and they were asked about their experience within a certain interview guide. The interviews were analyzed in four themes ...