Efnahagsleg áhrif Eyjafjallagoss á ferðaþjónustu í héraði : viðhorf heimamanna

Ferðaþjónusta á Íslandi hefur vaxið ört síðustu ár. Ferðamenn koma hingað að miklu leiti vegna stórbrotinnar náttúru. Náttúran er þó óútreiknanleg og getur látið á sér kræla hvenær sem er. Í þessari rannsókn er horft til eldgossins í Eyjafjallajökli 2010 og leitað eftir viðhorfi valdra hagsmunaaðila...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Guðrún Gylfadóttir 1980-
Other Authors: Háskólinn á Hólum
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2018
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/31333
Description
Summary:Ferðaþjónusta á Íslandi hefur vaxið ört síðustu ár. Ferðamenn koma hingað að miklu leiti vegna stórbrotinnar náttúru. Náttúran er þó óútreiknanleg og getur látið á sér kræla hvenær sem er. Í þessari rannsókn er horft til eldgossins í Eyjafjallajökli 2010 og leitað eftir viðhorfi valdra hagsmunaaðila á svæðinu á efnahagslegum áhrifum gossins á ferðaþjónustu á Suðurlandi. Spurt er, eru eldgos aðdráttarafl í ferðaþjónustunni eða valda þau óvissu varðandi framtíð ferðaþjónusta á þeim svæðum sem verða hvað verst úti? Tekin voru viðtöl við aðila sem urðu fyrir áhrifum af gosinu á einhvern hátt. Viðtölin voru hálfopin sem gaf kost á umræðum og nánari svörum frá viðmælendum. Helstu niðurstöður benda til þess að ferðamenn séu tilbúnir til þess að borga fyrir og leggja meira á sig til þess að komast nær eldgosinu, jafnvel tilbúnir til þess að leggja sig í líkamlega hættu. Eyjafjallagosið hefur verið notað í markaðssetningu á svæðinu, enda var mikið fjallað um það í fjölmiðlum á meðan á gosinu stóð og einnig eftir það. Viðmælendur voru sammála því að ferðaþjónusta á svæðinu, þ.e. Rangárþing eystra hefur aukist á svæðinu og er hægt að finna ferðatengda þjónustu á næstum hverjum sveitabæ í héraðinu. Fjallað er um þau áhrif sem gosið hafði á svæðið að mati viðmælanda í viðtölum og hvernig uppbygging á ferðaþjónustu hefur verið. Tourism in Iceland has been growing rapidly in recent years. Tourist that come to Iceland are most likely to visit for the beautiful nature and outstanding scenery. Nature though is unpredictable and unexpected nature disaster can happen with a blink of an eye. In this research we take a look at the Eyjafjallajökull eruption and its economic effects on tourism in the South of Iceland. Are volcanic eruptions an attraction for the tourism industry or are they the reason tourism business, that are placed in the line of danger, go out of business? Interviews were taken with people who were affected by the eruption in some way. The interviews were semi – structured, which gave the opportunity for ...