„Aðsókn að hljómleikum hér á landi er afleit, þó má undanskilja jazzhljómleika" : saga jazztónlistar á Íslandi 1945-1960

Tónlistarlíf Íslendinga tók miklum breytingum á fyrstu áratugum 20. aldarinnar en árið 1930 spruttu upp ýmsar stofnanir sem áttu eftir að gegna lykilhlutverkum í þróun íslensks tónlistarlífs. Þá tóku Tónlistarskólinn í Reykjavík, Ríkisútvarpið og Tónlistarfélagið í Reykjavík til starfa og stuttu síð...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Ásbjörg Jónsdóttir 1988-
Other Authors: Listaháskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2018
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/31257
Description
Summary:Tónlistarlíf Íslendinga tók miklum breytingum á fyrstu áratugum 20. aldarinnar en árið 1930 spruttu upp ýmsar stofnanir sem áttu eftir að gegna lykilhlutverkum í þróun íslensks tónlistarlífs. Þá tóku Tónlistarskólinn í Reykjavík, Ríkisútvarpið og Tónlistarfélagið í Reykjavík til starfa og stuttu síðar var Félag íslenskra hljómlistarmanna (FÍH) stofnað. Eftir 1945 fór tónlistarskólum að fjölga og Sinfóníuhljómsveit Íslands var stofnuð 1950. Þegar jazztónlist kom fyrst til landsins var hún umdeild. Þá var hún að mestu tengd skemmtanalífinu og voru jazzbönd auglýst á dansskemmtunum. Fólk taldi þessa tónlist spilla æskulýðnum og skemma tónlistargáfur þess. Jazztónlist og klassískri tónlist var gjarnan stillt upp á móti hver annarri þegar verið var að gagnrýna jazztónlist. Það virtist þó ekki vera raunin hjá sjálfum hljóðfæraleikurunum, því þeir sinntu báðum tegundum tónlistar jöfnum höndum. Upp úr 1945 eru dansleikir með jazzböndum æ sjaldnar auglýstir og meira er um að jazztónleikar séu auglýstir. Á þessum tíma er viðhorf til jazztónlistar að breytast en meira er um faglega umræðu. Það virðist gerast í kjölfar þess að jazztónlist hlaut í fyrsta sinn sitt eigið málsgagn árið 1947 þegar fyrsta tímaritið helgað jazztónlist hóf útgáfu. Herliðið á Keflavíkurflugvelli hafði víðtæk áhrif á þróun jazztónlistar en á meðal þeirra voru margir færir jazzleikarar sem kenndu íslenskum hljóðfæraleikurum og spiluðu með þeim. Það var mikil gróska í tónlistarlífinu á milli 1945 og 1960. Plötuútgáfa færðist í aukana, jam-sessionir voru haldnar reglulega, jazzklúbbar voru stofnaðir, jazzblöð hófu útgáfu, fyrstu erlendu jazztónlistarmennirnir komu til tónleikahalds og jazzþættir komu fyrst á dagskrá RÚV. Allt sem hér var nefnt var örfáum hugsjónamönnum og stuðningsmönnum jazztónlistar að þakka. Jazztónleikar og jam-sessionir voru vel sóttar og jazzáhugamönnum virtist vera að fjölga. Þátttaka kvenna í jazztónlist var ekki mikil og engar konur spiluðu í jazzhljómsveitum á þessum tíma, þó einhverjar hafi sinnt dægurlagasöng með þessum ...