„Þeir verða að átta sig á því hvað þetta er stórt vandamál“ : bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla, viðhorf foreldra

Verkefnið er lokað til 01.06.2019. Tilgangur þessarar rannsóknar var að skoða reynslu foreldra af því að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Fæðingarorlof á Íslandi er níu mánuðir og börn fá yfirleitt ekki inn í leikskóla fyrr en í kringum átján mánaða aldur. Þegar fæðingarorlofinu lýkur e...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Karen Sif Stefánsdóttir 1991-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2018
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/31144
Description
Summary:Verkefnið er lokað til 01.06.2019. Tilgangur þessarar rannsóknar var að skoða reynslu foreldra af því að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Fæðingarorlof á Íslandi er níu mánuðir og börn fá yfirleitt ekki inn í leikskóla fyrr en í kringum átján mánaða aldur. Þegar fæðingarorlofinu lýkur eru foreldrar yfirleitt í vanda eða látnir einir með vandann og því mikilvægt að þeir hafi val hvað þeir vilja að gera að því loknu. Í mörg ár hafa foreldrar geta brúað bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla með því að nýta sér þjónustu dagforeldra en staðan núna er þannig að erfitt getur verið fyrir foreldra að fá dagforeldra vegna mikillar eftirspurnar. Rannsóknin byggir á blandaðri aðferð þar sem lagður er fyrir megindlegur spurningalisti og tekið eitt eigindlegt rýnihópaviðtal. Spurningalistinn var sendur á Facebook og foreldrar í einu sveitarfélagi sem eiga börn á aldrinum þriggja mánaða til sex ára beðnir um að svara. Rýnihópurinn var sérvalin af rannsakanda og þar voru einstaklingar sem hentuðu viðfangsefni rannsóknarinnar vel. Niðurstöður rýnihópaviðtalsins styðja við og dýpka niðurstöður spurningalistans. Niðurstöður rannsóknarinnar leiða það í ljós að foreldrar telja mikla þörf á auknum úrræðum. Þeir telja að sveitarfélagið sé ekki að standa sig nægilega vel þegar kemur að málefnum yngstu barnanna. Foreldra vilja bæta við úrræðum eins og t.d. ungbarnaleikskólum eða ungbarnadeildum og myndi mikill meirihluti nýta sér þá þjónustu ef hún stæði til boða. Foreldrar hafa skoðanir á þjónustu sveitarfélagsins við yngstu börnin og telja mikla þörf á auknum úrræðum og að þeirri miklu þörf sem er ríkjandi sé mætt. The purpose of this research was to examine parents' experience of bridging the gap between parental leave and kindergarten. Parental leave in Iceland is nine months and children are assigned a place in kindergarten when they are around eighteen months old. This tends to present a problem for parents and is a problem which parents are left to deal with on their own, therefore they need to have options for ...