Nýjar væntingar : hvernig get ég nýtt upplýsingatækni til að bæta nám nemenda minna?

Í ritgerðinni er gerð grein fyrir starfendarannsókn sem höfundur vann í tengslum við eigin kennslu og hafði að markmiði að rannsaka hvernig nýta mætti upplýsingatækni til að stuðla að betra námi og upplifun nemenda í kennslustundum. Þáttakendur voru nemendur í rafmagnsfræði við grunndeild rafiðna í...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Haukur Eiríksson 1970-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2018
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/31136
Description
Summary:Í ritgerðinni er gerð grein fyrir starfendarannsókn sem höfundur vann í tengslum við eigin kennslu og hafði að markmiði að rannsaka hvernig nýta mætti upplýsingatækni til að stuðla að betra námi og upplifun nemenda í kennslustundum. Þáttakendur voru nemendur í rafmagnsfræði við grunndeild rafiðna í Verkmenntaskólanum á Akureyri haustið 2017 og voru þeir á aldrinum 17-23 ára. Hannað var rafrænt námsefni með það að markmiði að stuðla að virkni, dýpra námi, auknum áhuga og skemmtun nemenda í kennslustundum. Fylgst var með stafrænni hæfni nemenda og mat lagt á hvernig rafrænt námsumhverfi nýtist til námsmats. Upplifun kennara var greind með hliðsjón af sjálfstrausti og álagi sem fylgir innleiðingu nýrra kennsluhátta og kennslustundir voru rýndar af samkennara. Helstu niðurstöður voru að upplýsingatækni sem býður upp á gagnvirkni í kennslustundum stuðlaði að virkni nemenda og skapaði tækifæri til endurgjafar í formi leiðsagnarmats. Nemendur töldu sjálfir að notkun á upplýsingatækni í náminu hefði aukið áhuga og hjálpað þeim að halda athyglinni í kennslustundum. Skemmtanagildi hafði áhrif á alla aðra þætti í upplifun nemenda en tæknilega flókin verkefni drógu úr sjálfstrausti kennarans sem aftur kom niður á upplifun nemenda. Helstu ályktanir eru að skipulag og kennslufræði skipta höfuðmáli þegar nota á upplýsingatækni til að bæta nám. Því er mikilvægt að fylgjast með og greina áhrif innleiðingar af tækninotkun í skólastofunni og starfendarannsókn er að mati höfundar árangursrík leið til þess. Við notkun á upplýsingatækni skapast tækifæri til að virkja áhuga nemenda með verkefnum sem byggja á tækni samtímans, myndrænni framsetningu og rauntímaendurgjöf. Viðbrögð nemenda í rannsókninni við rafrænu námsefni gefa ennfremur tilefni til að álykta að nemendur hafi væntingar um að geta nýtt upplýsingatækni í námi sínu og búi yfir stafrænni hæfni sem þeir bíða eftir að geta nýtt í náminu. The thesis reports an action research conducted by the author with the aim of exploring, through own teaching, how ICT technology can be ...