Ástæður brotthvarfs : ástæður brotthvarfs nemenda úr framhaldsskóla

Verkefnið er lokað til 08.06.2033. Í þessari ritgerð er skoðað brotthvarf nemenda úr framhaldsskólum hér á landi. Gerð verður grein fyrir menntun hér á landi, unglingsárunum og helstu geðröskunum, ásamt því að skoða brotthvarf og þær leiðir sem sporna við brotthvarfi. Á Íslandi er brotthvarf mikið þ...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Erla Brimdís Birgisdóttir 1986-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2018
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/31134
Description
Summary:Verkefnið er lokað til 08.06.2033. Í þessari ritgerð er skoðað brotthvarf nemenda úr framhaldsskólum hér á landi. Gerð verður grein fyrir menntun hér á landi, unglingsárunum og helstu geðröskunum, ásamt því að skoða brotthvarf og þær leiðir sem sporna við brotthvarfi. Á Íslandi er brotthvarf mikið þegar það er borið saman við brotthvarf nemenda í öðrum sambærilegum löndum. Brotthvarf úr framhaldsskóla er ein af ástæðum fyrir skertum lífsgæðum, atvinnuleysi og skertri heilsu, en þessir þættir leiða oft til andlegra veikinda og þarf ríkið oft að taka við þessum einstaklingum. Einstaklingar með geðraskanir eiga oft í erfiðleikum með að stunda samfellt nám og oftar en ekki eru andleg veikindi ástæða þess að nemandi hættir námi. Mennta- og menningamálaráðuneytið hefur undanfarið einblínt á að efla læsi unglinga en það á að vera ein leið í því að sporna við brotthvarfi. Lengi hefur verið vitað um mikilvægi læsis og löngum hefur verið rætt að læsi er einn stærsti þátturinn fyrir velgengni nemenda í námi, en það eru mun fleiri ástæður fyrir því að nemendum gengur illa að stunda nám og/eða hverfur frá námi. Mikilvægt er því að kanna hverjir þessir áhættuþættir eru, en vitað er að andleg líðan nemenda á stóran þátt í því að nemendur hætta námi. Kvíði og þunglyndi er frekar algengir sjúkdómar hér á landi meðal unglinga og nemenda í framhaldsskólum. Hvernig nemendur eru andlega staddir hefur sterkt forspárgildi um framvindu þeirra í námi og er mikilvægur þáttur í því að nemendur standi sig vel. Ein af þeim rannsóknum sem hafa stutt þessar kenningar er rannsókn Sigrúnar Harðardóttur (2014) um áhrifaþætti á líðan og námserfiðleika framhaldsskólanemenda. Í niðurstöðum Sigrúnar má sjá að andleg líðan nemenda þegar þeir hefja nám í framhaldsskóla hefur forspárgildi um námsframvindu þeirra. Í rannsókninni kom einnig fram að sálrænir erfiðleikar höfðu fylgni við lakari námsárangur og brotthvarf. This essay will investigate college student dropouts in Iceland and the possible causes (eða contributing factors). Some issues that ...