Verkleg kennsla í náttúruvísindum á unglingastigi : þemahefti í rafmagnsfræði

Eftirfarandi verkefni er lokaverkefni til B.Ed.-prófs við kennaradeild Háskólans á Akureyri. Verkefnið fjallar um verklega kennslu í náttúruvísindum á unglingastigi með áherslu á rafmagnsfræði. Verkefnið er þrískipt. Fyrst er fjallað um fræðilegan bakgrunn verklegrar kennslu í náttúruvísindum. Næst...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Kristín Auðbjörnsdóttir 1987-, Maria Jensen 1993-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2018
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/31093
Description
Summary:Eftirfarandi verkefni er lokaverkefni til B.Ed.-prófs við kennaradeild Háskólans á Akureyri. Verkefnið fjallar um verklega kennslu í náttúruvísindum á unglingastigi með áherslu á rafmagnsfræði. Verkefnið er þrískipt. Fyrst er fjallað um fræðilegan bakgrunn verklegrar kennslu í náttúruvísindum. Næst er sögulegt yfirlit yfir verklega kennslu í náttúruvísindum á Íslandi. Síðan er umfjöllun um eðlis- og rafmagnsfræði sem og tiltækt námsefni til verklegrar kennslu í eðlisfræði. Þá er sett fram þemahefti í rafmagnsfræði með fimm verklegum æfingum, fyrir nemendur á unglingastigi. Í öðrum kafla er farið yfir helstu skilgreiningar á verklegri kennslu og gerð er grein fyrir helstu námskenningunum þegar kemur að verklegri kennslu í náttúruvísindum, þ.e. hugsmíðahyggju og verkhyggju. Þá næst er gerð grein fyrir markmiðum og hlutverki verklegrar kennslu og helstu kostum hennar og göllum. Í lok kaflans er fjallað um námsmat til verklegrar kennslu í náttúruvísindum. Í þriðja kafla verður eins og fyrr segir sögulegt yfirlit verklegrar kennslu í náttúruvísindum á Íslandi. Upphaf verklegrar kennslu má rekja til ársins 1903, en þá gerði Guðmundur Finnbogason grein fyrir verklegri kennslu í náttúruvísindum í bók sinni Lýðmenntun. Einnig er fjallað um áherslur verklegrar kennslu í aðalnámskrám, frá því að fyrsta opinberlega námskráin var gefin út árið 1960 og til núverandi námskrár. Í fjórða kafla verða eðlis- og rafmagnsfræði gerð nánari skil og tilgreint hvaða námsefni er í boði til verklegrar kennslu í eðlisfræði á unglingastigi. Í fimmta kafla er þemahefti í rafmagnsfræði fyrir unglingastig með fimm verklegum æfingum. Markmið þemaheftisins er að auka skilning nemenda á flóknum fyrirbærum rafmagnsfræðinnar. Notkun verklegra æfinga í rafmagnsfræði gefur nemendum m.a. tækifæri á að auka skilning sinn á viðfangsefninu og þjálfast í vísindalegum vinnubrögðum. This thesis is submitted in partial fulfilment of the requirements for the B.Ed. Degree at the Faculty of Education in the University of Akureyri. It focuses on practicals in ...