Litlir landkönnuðir : grunnur að sögu- og grenndarnámi í leikskólum á Selfossi

Meginviðfangsefni þessarar ritgerðar er að beina sjónum að því hvernig saga nærumhverfis, bæði náttúrulegt og manngert gerir börnum kleift að vera virkir þátttakendur í samfélaginu og hvernig hægt er að nota grenndarkennslu í leikskólastarfi. Náttúra og saga Selfossbæjar er rauði þráðurinn í ritgerð...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Helena Sjørup Eiríksdóttir 1990-, Sara Guðjónsdóttir 1986-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2018
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/31089
Description
Summary:Meginviðfangsefni þessarar ritgerðar er að beina sjónum að því hvernig saga nærumhverfis, bæði náttúrulegt og manngert gerir börnum kleift að vera virkir þátttakendur í samfélaginu og hvernig hægt er að nota grenndarkennslu í leikskólastarfi. Náttúra og saga Selfossbæjar er rauði þráðurinn í ritgerðinni þar sem báðir höfundar eru búsettir þar. Skoðað er hvernig tengja má sögukennslu inn í leikskóla og með hvaða hætti er hægt að nálgast hana. Ritgerðin varpar ljósi á að ekki geti það talist áhrifarík leið að kenna börnum sögu nærumhverfisins einungis með bókalestri, heldur sé kennsla úti í umhverfinu, til að mynda í vettvangsferðum, afkastameiri aðferð til að tengja nútíð við fortíð. Ýmsir fræðimenn hafa bent á mikilvægi þess að börn fái tækifæri til þess að kanna og efla þekkingu sína á nærumhverfi sínu. Í ritgerðinni er einnig gerð grein fyrir hugtökunum grenndarkennsla, grenndar-, sögu- og svæðisvitund og hvernig þau tengjast. Náttúrulegt umhverfi spilar stórt hlutverk í hverju samfélagi og teljum við að það megi nýta betur í kennslu þar sem það býður upp á fjölbreytta möguleika. Auk ritgerðarinnar hafa höfundar útbúið vefsíðu með útikennslu og sögutengdum viðfangsefnum ásamt verkefnum sem tengjast Selfossi. Í hverju verkefni eru sett fram lærdómsviðmið þegar kemur að þekkingu, hæfni og leikni ásamt tengingu við námssvið leikskóla og grunnþætti menntunar. Verkefnin miðast við ákveðinn aldur en auðvelt er að aðlaga þau að öðrum skólastigum. Vefsíðan er hugsuð sem gagnagrunnur fyrir leikskóla og kennara á svæðinu. The main objective of this thesis is to examine how natural and built environments in children’s surroundings and its history can encourage them to become active participants in society and to examine what the developmental advantages of teaching children to observe their environment could be. The nature and history of Selfoss, a town in Iceland, is the focal point of this thesis since both authors reside there. The goal is to explore in what way history can be approached and taught in kindergartens. ...