Vísindalæsi grunnskólanema : Hver er staðan? Hvað er hægt að gera? Getur Vísundur hjálpað?

Vísindalæsi íslenskra 10. bekkinga er mælt í samræmdum PISA könnunum á þriggja ára fresti. Í síðustu tveimur könnunum hafa niðurstöðurnar farið versnandi og árið 2015 voru íslenskir grunnskólanemendur komnir því sem jafngildir hálfu skólaári fyrir neðan meðaltal OECD landanna, sem við viljum miða ok...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Gunnar Símonarson 1981-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2018
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/31085
Description
Summary:Vísindalæsi íslenskra 10. bekkinga er mælt í samræmdum PISA könnunum á þriggja ára fresti. Í síðustu tveimur könnunum hafa niðurstöðurnar farið versnandi og árið 2015 voru íslenskir grunnskólanemendur komnir því sem jafngildir hálfu skólaári fyrir neðan meðaltal OECD landanna, sem við viljum miða okkur við. Er það ásættanleg staða? Ef ekki, hvað er hægt að gera í henni? Hvað nákvæmlega er vísindalæsi og hvernig er hægt að efla það? Í ritgerðinni er reynt að svara þessum spurningum. Lagðar eru fram tillögur um breyttar áherslur í náttúrufræðikennslu auk þess sem er bent á kennsluaðferðir sem eru taldar áhrifaríkar til að auka vísindalæsi nemenda. Þar að auki er augum beint að verkefninu Vísundur sem fór fram um haustið 2017. Vísundur er tilraunaverkefni þar sem háskólanemar og kennarar úr kennaradeild og raunvísindadeild Háskólans á Akureyri heimsóttu nemendur í yngstu deild tveggja grunnskóla á Akureyri í gervi vísindamanna og buðu upp á kennslu og skemmtilegar tilraunir fyrir nemendur í fyrsta og öðrum bekk. Aðal áhersla verkefnisins var lögð á að virkja áhuga nemendanna með verklegum æfingum og áhugaverðum tilraunum og skjóta að þeim fræðslu í leiðinni. Greint er frá framkvæmd verkefnisins og móttökum nemenda og kennara við verkefninu, auk upplifun þátttakenda sjálfra. Velt er upp spurningunni hvort slíkt verkefni sé líklegt til að hafa áhrif á áhuga nemenda til lengri tíma og hvort það geti mögulega haft áhrif á vísindalæsi þeirra. Til að finna svör við þessum spurningum eru svipuð erlend verkefni skoðuð, þar á meðal SciQuest, verkefnið sem Vísundur er byggður á og niðustöður rannsókna á svipuðum verkefnum skoðaðar. Scientific literacy of Icelandic tenth graders is measured in the standardized PISA test every three years. The last two test have shown a steady decline in scientific literacy and in 2015 Icelandic students were the equivalent of a half school year behind the OECD average, where we would rather like to be. Is that an acceptable situation? If not, what can there be done about it? What exactly is ...