Tengsl líkamsímyndar við lífsánægju meðal íslenskra ungmenna í 10. bekk

Verkefnið er lokað til 08.05.2019. Í þessari rannsókn voru könnuð hugsanleg tengsl líkamsímyndar og líðanar með líkamsvöxt við lífsánægju á meðal íslenskra ungmenna. Stuðst var við gögn sem fengin voru úr íslenska HBSC gagnagrunninum, sem ber nafnið: Heilsa og líðan skólanema. Gagna...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Ingibjörg Íris Þorvaldsdóttir 1992-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2018
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/31026
Description
Summary:Verkefnið er lokað til 08.05.2019. Í þessari rannsókn voru könnuð hugsanleg tengsl líkamsímyndar og líðanar með líkamsvöxt við lífsánægju á meðal íslenskra ungmenna. Stuðst var við gögn sem fengin voru úr íslenska HBSC gagnagrunninum, sem ber nafnið: Heilsa og líðan skólanema. Gagnaöflun var í höndum Rannsóknarseturs forvarna við Háskólann á Akureyri. Úrtak rannsóknarinnar taldi alla nemendur tíunda bekkjar í íslenskum grunnskólum á tímabilinu 2013-14. Þátttakendur voru alls 3618 nemendur, þar af voru 47,8% drengir og 49,3% stúlkur 2,9% kusu að gefa ekki upp kyn sitt. Kynbundinn munur mældist á líkamsímynd: (χ2 (4, N= 3489) = 209, 41; p < 0,001) líðan með líkamsvöxt: (χ2 (4, N= 3476) = 465, 80; p < 0, 001) og á lífsánægju: (t (3338) =9,95; p < 0,05). Birtist munurinn með sambærilegum hætti; stúlkur hafa almennt neikvæðari líkamsímynd og neikvæðari líðan með líkamsvöxt og meta lífsánægju sína almennt ögn lægra á lífsánægjuskalanum en drengir. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna fram á að almennt mælist munur á lífsánægju eftir því hver líkamsímynd er (F (2,3517) = 183,5; p = 0,003). Munurinn birtist með þeim hætti að einstaklingar sem töldu sig vera í mátulegri þyngd skoruðu almennt hærra á lífsánægjuskalanum en einstaklingar sem töldu sig vera of granna eða of feita. Líkamsímynd skýrir 9,44% af breytileika í lífsánægju. Fjölbreytudreifigreining greindi samvirkni á milli kyns og líkamsímyndar: (F (4,3430) = 6,98, p < 0,001). Það er að segja áhrif líkamsímyndar á lífsánægju birtist með ólíkum hætti eftir því af hvoru kyni svarandi er. Þar sem að neikvæð líkamsímynd virtist skila sér í marktækt lægri lífsánægju hjá stúlkum en drengjum. Einnig kom fram marktækur munur á lífsánægju eftir því hvernig líðan með líkamsvöxt er: (F (2,3516) = 360,8; p = 0,006). Neikvæð líðan með líkamsvöxt helst í hendur við lægra lífsánægju mat. Líðan með líkamsvöxt skýrir 17% af breytileika í lífsánægju. ...