Að nýta sköpunarkraftinn sem í okkur býr : upplifun nemenda af veru sinni á listnámsbraut Verkmenntaskólans á Akureyri

Verkefnið er lokað til júlí 2010 Ritgerð þessi fjallar um upplifun og reynslu útskrifaðra nemenda af veru sinni á listnámsbraut Verkmenntaskólans á Akureyri, VMA. Fram kemur að nemendur á Íslandi hljóta mismikla kennslu í list- og verkgreinum í grunnskóla. Þeir koma með mismunandi veganesti að heima...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Ragnheiður Björk Þórsdóttir
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2009
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/3099
Description
Summary:Verkefnið er lokað til júlí 2010 Ritgerð þessi fjallar um upplifun og reynslu útskrifaðra nemenda af veru sinni á listnámsbraut Verkmenntaskólans á Akureyri, VMA. Fram kemur að nemendur á Íslandi hljóta mismikla kennslu í list- og verkgreinum í grunnskóla. Þeir koma með mismunandi veganesti að heiman út í lífið sem hefur áhrif á ákvarðanatökur þeirra um framhalds- og háskólanám. Ritgerðin byggir á eigindlegri rannsókn sem gerð var frá nóvember 2007 og fram á sumar 2008. Rannsóknargögnin eru hálfopin viðtöl við fyrrum nemendur af listnámsbraut þar sem þeir tjá sig um uppvöxtinn, grunnskólagönguna og reynsluna og upplifunina af listnámi. Einnig eru sjónræn rannsóknargögn sem eru þeir hlutir sem viðmælendur tóku með sér í viðtölin. Megin niðurstöður eru þær að viðmælendur eru ánægðir með það veganesti sem þeir fengu með sér út í lífið af listnámsbrautinni. Þeir völdu VMA vegna listnámsbrautarinnar og vegna þess að þar er áfangakerfi sem gerði þeim kleift að stýra eigin námi og taka aukaeiningar á áhugasviði sínu. Viðmælendur voru ánægðir með kennsluna, námskrána og samsetningu námsins. Þeim fannst gott að flétta saman listnámi og bóknámi og vísbendingar eru um að nemendur sem ekki eru sterkir í bóknámi gengur betur í því eftir að þeir hefja listnámið. Rannsóknin sýnir að viðmælendum finnst kennsla í skapandi hugsun vera lykilatriði í listnáminu og upplifa sterkt þá vitundarvíkkun og þann þroska sem á sér stað. Þeir telja að kennarinn sé í raun sú námskrá sem í gildi er þó markmiðin séu skýr í upphafi, en tengsl á milli lærlings og meistara eru sterk. Viðmælendur sem höfðu sterkar fyrirmyndir í listum og af handverki í æsku fara frekar í listnám á háskólastigi en þeir sem ekki höfðu slíkar fyrirmyndir. Fram kemur að viðmælendur eru þakklátir fyrir að hafa fengið tækifæri til að fara á listnámsbraut í framhaldsskóla og ekki síður þeir sem fóru ekki í frekara listnám á háskólastigi. Þeir fengu tækifæri til að kynnast heimi lista og menningar sem þeir hefðu annars farið á mis við. Rannsóknin sýnir að viðmælendum ...