Deilihagkerfi: ég fæ þitt, þú færð mitt

Undanfarin ár hefur orðið ,,deilihagkerfi“ verið áberandi í samfélagsumræðunni. Þá er einkum átt við skammtímaleigu á íbúðarherbergjum eða heilu íbúðunum fyrir ferðamenn með hjálp netvæddrar bókunarþjónustu. Deilihagkerfið er einnig tengt netvæddri leigubílaþjónustu og skammtímaleigu á reiðhjólum og...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Hulda Ragnhildur Hjálmarsdóttir 1995-
Other Authors: Listaháskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2017
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/30933
Description
Summary:Undanfarin ár hefur orðið ,,deilihagkerfi“ verið áberandi í samfélagsumræðunni. Þá er einkum átt við skammtímaleigu á íbúðarherbergjum eða heilu íbúðunum fyrir ferðamenn með hjálp netvæddrar bókunarþjónustu. Deilihagkerfið er einnig tengt netvæddri leigubílaþjónustu og skammtímaleigu á reiðhjólum og bílum. Segja má að þjónusta af þessu tagi sé markaðsvædd samnýting. Hún snýst um hagnað og það getur haft kosti og galla. Að deila einhverju er andstæðan við það að græða á einhverju. Í grunninn byggir deilihagkerfið á því að fólk deilir hlutunum, skiptist á að nota þá, samnýtir þá. Slíkt fyrirkomulag hefur líklega fylgt manninum alla tíð. Það hefur til dæmis þekkst lengi að fólk sem fer í ferðalög til annarra landa skiptist tímabundið á heimilum til að spara sér hótelkostnað. Það kallast heimilisskipti og er vinsælt. Á millistríðsárunum og á árunum eftir seinni heimsstyrjöldina var erfitt efnahagsástand og mikill húsnæðisskortur. Á þeim tíma var byggt mikið af fjölbýlishúsum á Norðurlöndunum þar sem hönnuðir lögðu mikla áherslu á samnýtingu. Eftir fjármála og húsnæðishrunið 2008 mynduðu arkitektar teymi sem settu sér það verkefni að finna sjálfbærari lausnir. Í þessari ritgerð eru samfélagsleg áhrif deilihagkerfis í borgum skoðuð og gerð grein fyrir framlagi arkitekta. Saga samnýtingar á húsnæði á Norðurlöndum og í Reykjavík á 20. öld er rakin og meðal annars stuðst við húsakannanir Minjastofnunar. Sagt er frá áhugaverðu verkefni sem kallaðist Hæg breytileg átt. Til að fá betri mynd af því sem er að gerast í þessum efnum á Íslandi í dag var tekið viðtal við við Guðrúnu Björnsdóttur, framkvæmdarstjóra Félagsstofnunar stúdenta og Jakob Líndal arktekt hjá ALARK arkitektum. Einnig er stuðst við danska tímaritið ,,Sharing City Magazine". Niðurstaða ritgerðarinnar er að deilihagkerfi er ekki nýtt fyrirbæri. Það sem er nýtt er markaðsvæðing samnýtingarinnar. Það kemur einnig í ljós að þegar velferðin jókst á seinni hluta 20. aldar minnkaði samnýtingin og sameignum fækkaði, en séreign og sérnýting varð meiri. Í dag hefur ...