Háskólamenntaðir Austlendingar : megindleg rannsókn á búsetu að loknu háskólanámi og áhrifaþáttum á búsetuval

Talsverður munur er á hlutfalli háskólamenntaðra einstaklinga eftir landsvæðum á Íslandi. Á landinu í heild hafa 33% einstaklinga á aldrinum 25–64 ára lokið háskólanámi. Hlutfallið er hæst á höfuðborgarsvæðinu þar sem 38% einstaklinga á aldrinum 25–64 eru með háskólapróf. Í þessari rannsókn er sjónu...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Guðlaug Björgvinsdóttir 1991-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2018
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/30909
Description
Summary:Talsverður munur er á hlutfalli háskólamenntaðra einstaklinga eftir landsvæðum á Íslandi. Á landinu í heild hafa 33% einstaklinga á aldrinum 25–64 ára lokið háskólanámi. Hlutfallið er hæst á höfuðborgarsvæðinu þar sem 38% einstaklinga á aldrinum 25–64 eru með háskólapróf. Í þessari rannsókn er sjónum beint að háskólamenntun á Austurlandi en þar hafa 23% einstaklinga á aldrinum 25–64 ára lokið háskólanámi sem er nokkuð lægra en að landsmeðaltali. Könnuð er búseta þeirra sem bjuggu á Austurlandi fimm árum fyrir útskrift en 42% þeirra búa á Austurlandi fimm árum eftir útskrift. Hlutfall þeirra sem býr á sínu heimasvæði fimm árum eftir útskrift er 83% á höfuðborgarsvæðinu sem er mun hærra en annars staðar á landinu og hlutfallið fer lækkandi eftir því sem fjær dregur höfuðborgina, að undanskildu Norðurlandi eystra. Hlutfall aðfluttra á meðal háskólamenntaðra á Austurlandi er 37% en á höfuðborgarsvæðinu er það 21% en fer hækkandi eftir því sem fjær dregur höfuðborgarsvæðinu að undanskildu Norðurlandi eystra. Hlutfall aðfluttra og þeirra sem búa á sínu heimasvæði að námi loknu er svipað á Austurlandi og öðrum svæðum landsbyggðarinnar þar sem ekki eru háskólar. Líkur þess að þeir sem bjuggu á Austurlandi fimm árum fyrir útskrift búi á Austurlandi fimm árum eftir útskrift voru kannaðar út frá kyni, ólíkum háskólum og námformi. Konur sem bjuggu á Austurlandi fimm árum fyrir útskrift eru líklegri en karlar til að búa á Austurlandi fimm árum eftir útskrift, auk þess sem konur eru líklegri til að sækja sér háskólamenntun. Þeir sem bjuggu á Austurlandi fimm árum fyrir útskrift og stunduðu háskólanám við landsbyggðarháskólana þrjá; Háskólann á Hólum, Háskólann á Bifröst og Háskólann á Akureyri reyndust líklegri til að búa á Austurlandi fimm árum eftir útskrift heldur en þeir sem stunduðu nám við Háskóla Íslands. Stærsti einstaki áhrifaþátturinn á það hvort að Austlendingar komi til með að búa á Austurlandi að námi loknu er þó fjarnám. 70% þeirra sem bjuggu á Austurlandi fimm árum fyrir útskrift og stunduðu fjarnám býr á ...