Aldraðir og skipulagt félagsstarf : skiptir þátttaka máli? : rannsóknaráætlun á reynslu og upplifun aldraðra af þátttöku í skipulögðu félagsstarfi og hvaða áhrif hún hefur á þeirra velferð

Rannsóknaráætlun þessi er lokaverkefni til BS gráðu í iðjuþjálfunarfræði við Heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri. Tilgangur fyrirhugaðrar rannsóknar er að skoða reynslu og upplifun aldraðra af þátttöku í skipulögðu félagsstarfi á öldrunarheimilum á Norðurlandi og hvaða áhrif hún hefur á þeir...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Ingunn Heiðdís Yngvadóttir 1983-, Edda Björk Baldvinsdóttir 1975-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2018
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/30905
Description
Summary:Rannsóknaráætlun þessi er lokaverkefni til BS gráðu í iðjuþjálfunarfræði við Heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri. Tilgangur fyrirhugaðrar rannsóknar er að skoða reynslu og upplifun aldraðra af þátttöku í skipulögðu félagsstarfi á öldrunarheimilum á Norðurlandi og hvaða áhrif hún hefur á þeirra velferð. Skilyrði fyrir þátttöku í rannsókninni er að vera á aldrinum 75-85 ára og hafa tekið þátt í skipulögðu félagsstarfi í að minnsta kosti sex mánuði. Svo virðist sem skipulagt félagsstarf snúist oft á tíðum um að viðhalda færni hjá öldruðum, skapa aðstæður sem efla sjálfsmynd og þátttöku og auka lífsgæði. Sýnt hefur verið fram á að tengsl eru á milli heilsufars aldraðra og þess að taka þátt í skipulögðu félagsstarfi. Rannsóknir sýna að raddir notenda þjónustunnar hafa lítið vægi þegar kemur að ákvörðunum er varða skipulagða félagsstarfsemi, að lítil fjölbreytni sé í starfinu og að skipulögð félagsstarfsemi sé frekar löguð að þörfum kvenna heldur en karla. Fyrirhuguð rannsóknarspurning er: Á hvaða hátt upplifa aldraðir að þátttaka í skipulögðu félagsstarfi hafi áhrif á þeirra velferð? Til að leita svara við rannsóknarspurningunni verður notast við eigindlega rannsóknaraðferð og sniðmátun notuð við greiningu gagna. Með fyrirhugaðri rannsókn verður reynt að varpa ljósi á reynslu notenda og hvort hægt sé að gefa rödd þeirra meira vægi þegar kemur að skipulagningu þjónustunnar. Lykilhugtök: Aldraðir, þátttaka, skipulagt félagsstarf, velferð. This research paper is the final product for a BS degree in Occupational Therapy at the School of Health Sciences at the University of Akureyri. The aim of the research is to get an insight into the participation of the elderly in Akureyri, in organized, social activities in homes for the same in the north of Iceland and to learn if their participation enhances their well-being. A condition for participation in the research is that participants are 75-85 years of age and that they have participated in organized social activities for at least six months. It seems that social ...