„Sjaldan er ein báran stök“ : reynsla einstaklinga með fíkniröskun af vímuefnaneyslu, stimplun og fordómum

Eftirfarandi rannsóknaráætlun er lokaverkefni til B.S. prófs í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri. Tilgangur áætlunarinnar er að undirbúa rannsókn sem skoðar reynslu einstaklinga með fíkniröskun af vímuefnaneyslu, stimplun og fordómum. Fíkniröskun er mikil heilsufarsógn hér á landi sem og annar...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Anna Björg Björnsdóttir 1993-, Guðný Björg Helgadóttir 1991-, Hildur Lára Ævarsdóttir 1989-, Þorgerður Anja Snæbjörnsdóttir 1992-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2018
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/30897
Description
Summary:Eftirfarandi rannsóknaráætlun er lokaverkefni til B.S. prófs í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri. Tilgangur áætlunarinnar er að undirbúa rannsókn sem skoðar reynslu einstaklinga með fíkniröskun af vímuefnaneyslu, stimplun og fordómum. Fíkniröskun er mikil heilsufarsógn hér á landi sem og annarsstaðar. Konur eru í sérstökum áhættuhópi sem og einstaklingar með ADHD og þeir sem hafa lent í áföllum af ýmsu tagi. Vímuefnaneytendur eru líklegir til að vera með tvíþáttagreiningu, þar sem þeir glíma við fíkniröskun og geðsjúkdóm samtímis. Einstaklingar sem kljást við fíkniröskun þurfa oft að standa í mikilli baráttu við kerfið. Úrræðaleysi er ríkjandi hér á landi og vímuefnaneytendur mæta oft fordómum. Það gerir mörgum erfitt fyrir að sækja sér aðstoð auk þess sem það getur haft neikvæð áhrif á líðan þeirra og bataferli. Stuðst verður við fyrirbærafræðilega rannsóknaraðferð Vancouver-skólans og eigindleg viðtöl notuð. Með rannsókn þessari verður leitast við að svara rannsóknarspurningunni „Hver er reynsla einstaklinga með fíkniröskun af vímuefnaneyslu, stimplun og fordómum?“. Von okkar er sú að þessi rannsókn varpi frekara ljósi á stöðu vímuefnaneytenda í samfélaginu og styðji við umræður sem myndast hafa undanfarið varðandi úrræðaleysi fyrir þennan hóp sem og að minnka fordóma sem enn eru ríkjandi bæði í samfélaginu og heilbrigðiskerfinu. Lykilhugtök: fíkniröskun, vímuefnaneysla, stimplun, fordómar. This research proposal is a final thesis to a B.S. degree in nursing science at the University of Akureyri. The proposal purpose is to prepare a study which demonstrates the life experiences of individuals with substance use disorder on addiction, stigma and prejudice. Substance use disorder is a very serious health crisis both in Iceland and elsewhere in the world. Women are at increased risk of substance abuse along with individuals with ADHD and those who have adverse childhood experiences such as violence and abuse. Dual diagnosis among individuals with substance use disorder is very common. Individuals with ...