Verkir kvenna eftir fæðingu : helstu vandamál og bjargráð

Verkefnið er lokað til 07.05.2020. Rannsóknaráætlun þessi er lokaverkefni til B.S. -gráðu í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri. Tilgangur fyrirhugaðrar rannsóknar er að kanna verkjaupplifun kvenna eftir fæðingu, áhrif þeirra á þunglyndi og tengslamyndun milli móður og barns. Einnig verða skoðuð...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Hrefna Friðriksdóttir 1959-, Kolbrún Sara Guðjónsdóttir 1983-, Kristín Guðbjörg Arnardóttir 1973-, María Guðfinna Davíðsdóttir 1979-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2018
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/30891
Description
Summary:Verkefnið er lokað til 07.05.2020. Rannsóknaráætlun þessi er lokaverkefni til B.S. -gráðu í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri. Tilgangur fyrirhugaðrar rannsóknar er að kanna verkjaupplifun kvenna eftir fæðingu, áhrif þeirra á þunglyndi og tengslamyndun milli móður og barns. Einnig verða skoðuð mismunandi bjargráð sem gagnast gætu þessum konum. Þær rannsóknarspurningar sem leitast verður við að svara eru: Hver er reynsla kvenna af því hvort þær séu nægilega verkjastilltar eftir fæðingu? Telja konur að verkir hafi áhrif á þunglyndi og tengslamyndun milli móður og barns? Hvaða bjargráð telja konur að séu gagnleg til að vinna bug á verkjum eftir fæðingu? Í fyrirhugaðri rannsókn verður stuðst við eigindlega rannsóknaraðferð. Áætlað er að úrtakið verði 15 íslenskar konur, á aldrinum 18-40 ára, sem fætt hafa barn á Landspítalanum. Djúpviðtöl verða tekin við mæður eftir fyrirfram ákveðnum viðtalsramma en með því fæst betri innsýn í reynslu þeirra. Rannsóknir sýna að verkir eftir fæðingu geti haft neikvæð áhrif á sálræna líðan og daglegt líf kvenna. Einnig sýna rannsóknir að konur sem glíma við langvinna verki, eru í aukinni hættu á að þróa með sér fæðingarþunglyndi og skerta tengslamyndun. Rannsóknir benda til að viðbótarmeðferðir gagnist vel í heilbrigðisþjónustu til að vinna bug á verkjum, því eru þær áhugaverð viðbót við hefðbundin úrræði. Fáar rannsóknir hafa verið gerðar um þetta viðfangsefni og er það skoðun höfunda að leggja þurfi ríkari áherslu á þetta efni. Vonast er til að þessi rannsókn varpi ljósi á mikilvægi þess að uppræta verki kvenna eftir fæðingu og um leið dýpka skilning hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra á viðfangsefninu. Lykilhugtök: Verkir, fæðingarþunglyndi, tengslamyndun, viðbótarmeðferð, tilgangsúrtak. This research proposal is a final thesis towards a B.S. degree in nursing at the University of Akureyri. The purpose of this research is to examine the mothers pain experience after childbirth, the effect pains have on depression and attachment bonds between mother and child. Various coping ...