Heilsa og færni 75 ára og eldri á Akureyri, í Fjallabyggð og Fjarðabyggð með VES-13 : „Heimurinn vaknandi fer“

Öldruðum hefur farið fjölgandi á heimsvísu og mannfjöldaspár sjá fyrir enn meiri fjölgun, sem reynt hefur verið að bregðast við í kjölfar aukins álags á heilbrigðiskerfið. Hækkuðum aldri fylgir aukin þjónustuþörf meðal einstaklinga vegna hrumleika og færnisskerðingar. Þjónusta til þes...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Hrefna Hafdal Sigurðardóttir 1986-, Auðbjörg Jóhanna Einarsdóttir 1979-, Helga Guðrún Sigurgeirsdóttir 1995-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2018
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/30889
Description
Summary:Öldruðum hefur farið fjölgandi á heimsvísu og mannfjöldaspár sjá fyrir enn meiri fjölgun, sem reynt hefur verið að bregðast við í kjölfar aukins álags á heilbrigðiskerfið. Hækkuðum aldri fylgir aukin þjónustuþörf meðal einstaklinga vegna hrumleika og færnisskerðingar. Þjónusta til þessa aldursflokks þarf því einnig að haldast í hendur við aukinn mannfjölda og aldraðir á Íslandi telja að betur megi gera í þessum málum. Þörf er á markvissum aðferðum til að greina aldraða sem eru í áhættuhópi varðandi færniskerðingar. Tilgangur fyrirhugaðrar rannsóknar miðar að því að kanna heilsu og færni aldraðra sem búa við sjálfstæða búsetu á Akureyri, í Fjallabyggð og Fjarðabyggð og skima hve margir þeirra eru í áhættuhópi hvað varðar færniskerðingu og skertar lífslíkur. Einnig verður kannað hvaða formlegu og óformlegu þjónustu hópurinn fær. Úrtakið verður tilviljanabundið og samanstendur af 100 einstaklingum, 75 ára og eldri úr hverju bæjarfélagi. Þeir verða valdir tilviljanakennt út frá aldri og sjálfstæðri búsetu. Gagna verður aflað símleiðis með VES -13 (Vulnerable elders survey) mælitækinu sem lagt verður fyrir þátttakendur ásamt stuttri þjónustukönnun. Vonast er til að rannsóknin sýni gagnsemi VES-13 við að skima aldraða varðandi skerta heilsu, færni og lífslíkur, ásamt því að varpa ljósi á hvort þjónusta sem þeir fá sé í samræmi við færniskerðingu þeirra og þarfir. Áherslur á forvarnir m.t.t. farsælli efri ára eru farnar að vera í meiri mæli en áður í kjölfar aukinnar þekkingar og fjölgunar aldraðra í samfélaginu. Það er mörgum einstaklingum mikilvægt að geta búið við sjálfstæða búsetu eins lengi og unnt er. Forvarnir sem miða að öldruðum eru settar fram með því sjónarmiði að viðhalda og tryggja áframhaldandi virkni og heilsu aldraðra, svo þeir geti uppfyllt þau skilyrði sem þarf til að geta viðhaldið eigin sjálfstæði og öryggi. Notkun gagnreyndra matstækja getur hjálpað til við að greina einstaklinga úti í samfélaginu, sem eru í ...