Mikilvægi góðrar næringar móður á meðgöngu fyrir og eftir hjáveituaðgerð á maga

Heimildasamantekt þessi er lokaverkefni til B.S. prófs í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri. Tilgangur heimildasamantektarinnar er að afla upplýsinga um góða næringu kvenna á meðgöngu, sem og mikilvægi hennar. Áherslan er þó sett á frjósemi, offitu og þær konur sem eru á barneignaraldri og hafa...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Ásgerður Tinna Jónsdóttir 1985-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2018
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/30886
Description
Summary:Heimildasamantekt þessi er lokaverkefni til B.S. prófs í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri. Tilgangur heimildasamantektarinnar er að afla upplýsinga um góða næringu kvenna á meðgöngu, sem og mikilvægi hennar. Áherslan er þó sett á frjósemi, offitu og þær konur sem eru á barneignaraldri og hafa gengist undir hjáveituaðgerð á maga, með þeim tilgangi að ná tökum á heilsu sinni. Einnig er áhersla lögð á mikilvægi góðrar næringar þegar konur ganga með barn eftir slíka aðgerð. Þá með áherslu á hvað ber sérstaklega að varast og hverju þarf að fylgjast með, bæði hjá móður og barni. Í lok verkefnisins verður farið í stuðning og fræðslu til barnshafandi kvenna sem gengist hafa undir hjáveituaðgerð á maga. Tíðni offitu fer hækkandi í heiminum og eru hlutföll karla og kvenna sem eiga við offituvandamál að stríða jafnhá í % talið. Konur eru í meirihluta þeirra sem kjósa að fara í hjáveituaðgerð á maga. Tilgangur heimildasamantektarinnar er að varpa ljósi á mikilvægi þess að hjúkrunarfræðingar og ljósmæður hafi faglega þekkingu á kostum, göllum, fylgikvillum og afleiðingum aðgerðarinnar með það að markmiði að geta veitt fræðslu til barnshafandi kvenna sem gengist hafa undir hjáveituaðgerð á maga. Þessi hópur kvenna fer stækkandi hér á Íslandi og þarf því að leggja meiri áherslu á að heilbrigðisstarfsfólk hafi þekkingu til að koma í veg fyrir fylgikvilla og jafnvel alvarlegar afleiðingar fyrir móður og barn. Lykilhugtök: Offita, hjáveituaðgerð á maga, megrunaraðgerðir, konur, barnshafandi konur, næring, hjúkrun, meðganga, næring á meðgöngu, góð næring, fræðsla, stuðningur, frjósemi. This theoretical thesis is a final thesis towards a B.S. degree in nursing at the University of Akureyri. The purpose of the material is to gather information regarding healthy nourishment for pregnant women as well as its importance. The emphasis is on fertility, obesity and women at child bearing age which have undergone a gastric bypass surgery in order to regain their health. Emphasis is also put on the importance of a nutritious diet ...