Markaðsrannsókn fyrir Ferðamálastofu Kerteminde í Danmörku : eru íslenskir ferðamenn ákjósanlegur markhópur?

Umfjöllunarefni þessa verkefnis er markaðsrannsókn fyrir áfangastaðinn Kerteminde í Danmörku. Meginmarkiðin eru tvö, að athuga hvort íslenskir ferðamenn séu ákjósanlegir viðskiptavinir ferðaþjónustunnar í Kerteminde og ef svo er, að athuga hvaða markhóp áfangastaðurinn ætti að beina athygli sinni að...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Freydís Heba Konráðsdóttir 1984-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2017
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/30878
Description
Summary:Umfjöllunarefni þessa verkefnis er markaðsrannsókn fyrir áfangastaðinn Kerteminde í Danmörku. Meginmarkiðin eru tvö, að athuga hvort íslenskir ferðamenn séu ákjósanlegir viðskiptavinir ferðaþjónustunnar í Kerteminde og ef svo er, að athuga hvaða markhóp áfangastaðurinn ætti að beina athygli sinni að. Verkefninu má skipta niður í fjóra meginhluta. Fyrst er ferðaþjónusta, ferðamaður og áfangastaður skoðaður og sett í samhengi við áfangastaðinn Kerteminde. Í hluta tvö er farið í markaðssetningu og lífstílsgreiningu með tilliti til áfangastaðarins. Þriðji hluti fjallar um íslenska ferðamenn, fjölda þeirra og ferðavenjur. hjólreiðar á Íslandi eru skoðaðar og því næst hjólaferðir erlendis. Í fjórða hluta er farið yfir þá aðferðafræði sem notuð var við rannsóknir höfundar og gerð verkefnisins sem og niðurstöður kynntar. Að lokum eru umræður og lokaorð sett fram. Rannsókn höfundar var þríþætt, greining á fyrirliggjandi opinberum gögnum, viðtöl voru framkvæmd við 3 aðila og tvær mismunandi spurningarkannanir lagðar fyrir sitt hvorn hópinn; ferðaskrifstofur á Íslandi sem selja hjólaferðir annars vegar og hjólreiðafólk á Íslandi hins vegar. Niðurstöður verkefnisins benda til þess að Kerteminde sé raunverulegur kostur sem áfangastaður fyrir íslenska ferðamenn. áfangastaðurinn hefur aðdráttarafl, aðstöðu og aðgengi sem fellur vel að Íslendingum og sérstaklega ætti Kerteminde að beina athygli sinni að íslensku hjólreiðafólki. Lykilorð: Danmörk, Kerteminde, Áfangastaður, Íslenskir ferðamenn, Hjólaferðir The topic of this bachelor project is a market survey for Kerteminde in Denmark. The main target is to investigate if Icelandic tourists would be ideal for the Kerteminde tourism and if they are, research which target groups should Kerteminde focus on. The project can be divided into four main sections. First general about tourism linked to the destination Kerteminde, second is about marketing and lifestyle, third covers Icelandic tourists, the cycling scene in Iceland and bicyle tours overseas. Forth section describes the ...