Þróun og útbreiðsla norskrar laxeldisframleiðslu og helstu markaðir Atlantshafslax

Gríðarlegur vöxtur hefur verið á norsku laxeldi undanfarna áratugi og framleiða Norðmenn nú rúmlega helminginn af heimsframleiðslu Atlantshafslax. Vinsældir afurðarinnar hafa aukist mikið undanfarin ár og er hún í dag seld á öllum helstu fiskmörkuðum heims. Í þessari ritgerð var fjallað um þróun lax...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Þór Jensen 1993-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2018
Subjects:
Lax
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/30850
Description
Summary:Gríðarlegur vöxtur hefur verið á norsku laxeldi undanfarna áratugi og framleiða Norðmenn nú rúmlega helminginn af heimsframleiðslu Atlantshafslax. Vinsældir afurðarinnar hafa aukist mikið undanfarin ár og er hún í dag seld á öllum helstu fiskmörkuðum heims. Í þessari ritgerð var fjallað um þróun laxeldis og þá þætti sem hafa stuðlað að þessum gríðarlega vexti greinarinnar á undanförnum áratugum. Leitað var svara við því hvers vegna Noregur varð leiðandi ríki í framleiðslu á eldislaxi og hvaða ástæður liggja að baki þeim vinsældum sem norskur Atlantshafslax hefur náð á fiskmörkuðum um allan heim. Þá voru skoðaðir þeir eiginleikar sem fiskeldi hefur fram yfir villtar veiðar og hagnaðaraukandi þættir fiskeldis athugaðir. Einnig var rýnt í helstu markaði fyrir lax í heiminum, þróun þeirra greind og neysluvenjur athugaðar. Það sem ritgerðin leiddi í ljós, er að helstu ástæður velgengnis norsks laxeldis eru samspil ytri og innri þátta sem á ólíkan hátt hafa stuðlað að mikilli þróun og vexti í greininni. Sem dæmi um ytri þætti ber helst að nefna hagstæðar landfræðilegar og líffræðilegar aðstæður til laxeldis í Noregi, með aragrúa fjarða, víka og eyja, ásamt stöðugum sjávarhita í kringum 4-15°C. Þeir innri þættir sem hafa helst stuðlað að vexti laxeldis í Noregi eru tækninýjungar í framleiðsluferlinu og lækkun framleiðslukostnaðar, sem hafa leitt til lækkaðs verðs eldislax og aukinnar eftirspurnar. Þó hefur mikilvægasti þátturinn í velgengni norsks laxeldis verið hið mikla og metnaðarfulla markaðsstarf sem unnið hefur verið fyrir norskan lax, en allir fiskeldisframleiðendur og sjávarútvegsfyrirtæki í Noregi greiða ákveðið hlutfall af útflutningsverðmætum, sem síðan er nýtt til markaðssetningar á norskum sjávarafurðum um allan heim. Lykilorð: Fiskeldi, laxeldi, Atlantshafslax, Noregur, markaður Norwegian salmon aquaculture has experienced significant growth in the past decade and Norway is responsible for more than half of global Atlantic salmon production. The product’s popularity has grown remarkably and today ...