Mat á ávinningi vatnsskurðarvélar í fiskvinnslu Jakobs Valgeirs ehf. : í hverju felst ávinningur vatnsskurðarvéla í vinnslu á léttsöltuðum þorskbitum?

Verkefnið er lokað til 18.05.2028. Bolfiskvinnsla á Íslandi hefur verið að þróast mikið undanfarin ár með tilkomu hátækni vatnsskurðavéla, sem skera beingarð úr fiskflökum og hluta flökin niður í bita. Íslenskir tækjaframleiðendur hafa verið frumkvöðlar núna í seinni tíð í við að þróa þessa skurðart...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Valdimar Gunnar Sigurðsson 1974-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2018
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/30848
Description
Summary:Verkefnið er lokað til 18.05.2028. Bolfiskvinnsla á Íslandi hefur verið að þróast mikið undanfarin ár með tilkomu hátækni vatnsskurðavéla, sem skera beingarð úr fiskflökum og hluta flökin niður í bita. Íslenskir tækjaframleiðendur hafa verið frumkvöðlar núna í seinni tíð í við að þróa þessa skurðartækni og var Valka ehf. fyrst íslenskra tækjaframleiðenda til þess að koma slíkri vél af stað í karfavinnslu hjá HB Granda hf. í Reykjavík árið 2012. Árið 2013 kom Valka ehf. með vél sem gat skorið þorskflök og var sú vél sett upp í HB Granda hf. Akranesi. Árið 2014 kom Marel hf. með vatnsskurðarvél sem vinnur bæði með vatnsspíssum og skurðarhnífum, fór sú vél í vinnslu hjá Nýfiski hf. í Sandgerði. Í dag eru komnar vel á annan tug vatnsskurðavéla í fiskvinnslur á Íslandi og í kringum fimmtíu í heiminum öllum. Þá hefur þýski matvæla tækjaframleiðandinn Baader einnig hafið framleiðslu á slíkum vélum. Þessi tækni hefur kallað á breytingar á ýmsum búnaði í fiskvinnsluhúsum og einnig í vinnsluferlum hjá sumum fiskframleiðendum. Nokkurra ára reynsla er nú þegar komin á þessar vatnsskurðarvélar þar sem elstu vélarnar hafa verið í notkun í 4-5 ár og því ætti að vera hægt að skoða ávinningi af þessum vélum. Markmið með þessu verkefni er að greina breytingar í vinnslu við innleiðingu vatnsskurðartækni og meta hvort þessi tækni skili ávinningi í hvítfiskvinnslu. Til þess að skoða þessa nýju tækni var eftirfarandi verkefni unnið með fiskvinnslufyrirtækinu Jakobi Valgeiri ehf. í Bolungarvík. En fyrirtækið sérhæfir sig í að vinna léttsöltuð þorskflök og þorskbita. Þá tók fyrirtækið í notkun FleXicut vatnsskurðarvél frá Marel í desember 2015 án þess að breyta öðrum þáttum vinnslunnar. Rannsóknarspurning ritgerðarinnar er eftirfarandi: Í hverju felst ávinningur vatnsskurðarvéla í vinnslu á léttsöltuðum þorskbitum? Til þess að svara spurningunni var leitast eftir því að skoða þá fjóra lykilþætti sem eru líklegastir til að hafa áhrif á ávinning fiskvinnslunnar: A. Starfsmannafjöldi B. Afköst C. Nýting flaka D. Verðmæti Lykilorð: ...