Lýsa (Merlangius merlangus) : sóknartækifæri fyrir Ísland?

Þessi ritgerð fjallar um lýsu (Merlangius merlangus), veiðar á henni, vinnslu og markað. Farið er yfir lýsustofna þar af almenna líffræði hennar sjálfrar, útbreiðslu og flokkunarfræði. Skoðað er einnig hvar í heiminum er veitt mest af lýsu og reynt verður að komast að því hvert hún er seld og hverni...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Magnús Víðisson 1994-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2018
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/30819
Description
Summary:Þessi ritgerð fjallar um lýsu (Merlangius merlangus), veiðar á henni, vinnslu og markað. Farið er yfir lýsustofna þar af almenna líffræði hennar sjálfrar, útbreiðslu og flokkunarfræði. Skoðað er einnig hvar í heiminum er veitt mest af lýsu og reynt verður að komast að því hvert hún er seld og hvernig hún er nýtt. Hér á landi er almennt litið á hana sem ruslfisk og stundað er mikið af brottkasti á henni bæði við Ísland og erlendis. Veiðitölur annarra landa sýna að hún er veidd í miklu magni. Finna má upplýsingar um stofnmat hérlendis og stofnmat og ráðgjöf í gegnum tíðina í Norðursjó og austanverðu Ermarsundi. Væntingar verkefnisins voru að komast að því hvort það sé hagkvæmt fyrir Ísland að hirða meira af lýsunni eða jafnvel byrja beina sókn á stofninn. Helstu veiðiþjóðir nú til dags eru Bretar og Frakkar og veiða þeir stofninn sem finnst í Norðursjó og austanverðu Ermarsundi. Lýsa finnst þar að auki í Miðjarðar- og Svartahafi en lítið er vitað um stöðuna á þeim stofni, en Tyrkir veiða mest þar. Veiði á lýsu í heiminum hefur almennt dregist saman frá árinu 1950. Aftur á móti hefur meira veiðst af lýsu hér á landi síðan í kringum 1990. Rannsóknarniðurstöður sýna að það er markaður fyrir lýsu í Evrópu og hafa vinsældir hennar aukist, en áður var hún mest megnis nýtt í dýrafóður. Þar að auki eru vísbendingar um að stofnar lýsu og fleiri fiska fari verulega minnkandi í Norðursjó vegna umhverfisbreytinga og ofveiði. Þar opnast dyr til þess að auka verðmæti íslensku lýsunnar. This project focuses on the fish species known as whiting (Merlangius merlangus) and fisheries for whiting stocks, both in the Icelandic EEZ and other waters. We will also look at how the fish is processed and marketed abroad. This project will discuss major whiting stocks, its biology, distribution and taxonomy. We will consider where in the world whiting is mostly fished and where it is exported to and what it is used in. In Iceland, whiting is commonly considered a „garbage fish“ that people dislike and much of it is discarded back into the ...