Aftur til framtíðar : listmenntun, menningarlæsi og sjálfbærni

Meistaraverkefnið Aftur til framtíðar fjallar um námskeið fyrir ungmenni í 8.-10. bekk, þar sem er blandað saman listkennslu, safnafræðslu og sjálfbærnimenntun. Markmiðið með verkefninu er að efla vitund ungmenna um málefni sjálfbærni, vekja áhuga þeirra á íslenskum menningararfi og þjálfa þau í að...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Sara María Skúladóttir 1973-
Other Authors: Listaháskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2018
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/30765
Description
Summary:Meistaraverkefnið Aftur til framtíðar fjallar um námskeið fyrir ungmenni í 8.-10. bekk, þar sem er blandað saman listkennslu, safnafræðslu og sjálfbærnimenntun. Markmiðið með verkefninu er að efla vitund ungmenna um málefni sjálfbærni, vekja áhuga þeirra á íslenskum menningararfi og þjálfa þau í að beita gagnrýnni hugsun og menningarlæsi í tengslum við listsköpun. Námskeiðið var prófað á stúlknahóp úr 8. bekk Hagaskóla og unnu þær verkefni út frá heimsókn á Þjóðminjasafnið þar sem komið var inn á hugmyndir um sjálfbærni, þverfagleg vinnubrögð og skapandi listræna hugmyndavinnu. Verkefnið fór fram í þremur kennslustundum. Í fyrsta tíma kynntust nemendur grunnhugmyndum um sjálfbærni og menningararf í gegnum verk nokkurra listamanna og hönnuða sem hafa unnið markvisst með þau hugtök. Í öðrum tíma var Þjóðminjasafnið heimsótt, þar sem menningararfurinn var skoðaður út frá sjálfbærni og lífshættir fólks á fyrri öldum notaðir til að varpa gagnrýnu ljósi á lífshætti fólks í dag. Nemendur unnu skissu- og hugmyndavinnu á safninu fyrir lokaverkefni námskeiðsins, en það snerist um að velja eitt atriði á safninu og sjá hvernig væri hægt að þróa það á skapandi hátt fyrir framtíðina. Í þriðja og síðasta tíma kláruðu nemendur hugmyndir og skissur að lokaverkefum og kynntu fyrir bekknum. Stúlkurnar unnu einnig hópverkefni og tóku þátt í umræðum. Á námskeiðinu var ekki gerð krafa um fullklárað lokaverkefni, heldur var megináhersla lögð á sköpunarferli, hugmyndavinnu og samtal. The master’s project Back to the Future focuses on a course for 8th to 10th graders that offers a mix of arts education, museum and sustainability education. The goal of the project is to raise young people’s awareness of the issues of sustainability, spark their interest in Icelandic cultural heritage and train them in applying critical and cultural literacy to the artistic process. The project was tested on a group of girls from 8th grade who worked on an assignment based on a visit to the National Museum of Iceland, involving ideas about ...