Staðarvalsgreining fyrir þjóðarleikvang innanhússíþrótta á höfuðborgarsvæðinu

Staðarvalsgreining er mikilvægt fyrsta skref í skipulagsferlinu þegar velja á rýmisfrekum mannvirkjum stað innan þéttbýlis. Það á sérstaklega við um íþróttamannvirki en knattspyrnuleikvangar og stórar íþróttahallir þurfa rúmgóð svæði undir starfsemi sína. Slík svæði er oft eingöngu að finna á borgar...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Þórður Már Sigfússon 1976-
Other Authors: Landbúnaðarháskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2018
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/30721
Description
Summary:Staðarvalsgreining er mikilvægt fyrsta skref í skipulagsferlinu þegar velja á rýmisfrekum mannvirkjum stað innan þéttbýlis. Það á sérstaklega við um íþróttamannvirki en knattspyrnuleikvangar og stórar íþróttahallir þurfa rúmgóð svæði undir starfsemi sína. Slík svæði er oft eingöngu að finna á borgarjaðri þéttbýlissvæða en á höfuðborgarsvæðinu, einkum í Reykjavík, eru nokkur góð uppbyggingarsvæði innan borgarinnar. Eftirfarandi rannsókn er greining á hentugum svæðum fyrir nýjan þjóðarleikvang innanhúsíþrótta á höfuðborgarsvæðinu. Stuðst er við hugmyndafræðina um staðarval og er gerð staðarvalsgreining til að meta ákjósanlegustu staðsetningarkostina. Gerð er grein fyrir því hvernig ýmsir þættir í borgarumhverfinu hafa áhrif á staðarval íþróttahalla og hvernig vægi þeirra er metið. Niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að ákjósanlegustu staðarvalskostirnir fyrir nýjan þjóðarleikvang innanhúsíþrótta eru að finna í Reykjavík, raunar einungis í tveimur hverfum borgarinnar, þ.e. í Laugardal og Háaleiti. Einn staðarvalskostur utan Reykjavíkur, telst nægjanlega fýsilegur, en hann er að finna í Garðabæ, á jaðri þéttbýlisins.