Íslensk staðfærsla og mat á próffræðilegum eiginleikum á DSM-5 útgáfu Schedule for Affective Disorders and Schizophrenia for School Aged Children - Present and Lifetime version (K-SADS-PL): Þunglyndisraskanir og áráttu- og þráhyggjuröskun

Stöðluð greiningaviðtöl (standardized diagnostic interviews) hafa sýnst vera áreiðanlegri en klínískt mat við greiningu og mismunagreiningu á geðrænum vanda barna og unglinga. Schedule for Affective Disorders and Schizophrenia‐Present and Lifetime Version (K‐SADS‐PL) er eitt algengasta staðlaða grei...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Harpa Hrönn Harðardóttir 1993-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2018
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/30625
Description
Summary:Stöðluð greiningaviðtöl (standardized diagnostic interviews) hafa sýnst vera áreiðanlegri en klínískt mat við greiningu og mismunagreiningu á geðrænum vanda barna og unglinga. Schedule for Affective Disorders and Schizophrenia‐Present and Lifetime Version (K‐SADS‐PL) er eitt algengasta staðlaða greiningarviðtalið hér á landi við mat á geðröskunum barna og unglinga, en K-SADS-PL er spyrjandamiðað (interviewer-based) eða hálfstaðlað (semi-structured) og gerir miklar kröfur um reynslu spyrjanda. Árið 2016 kom út ný útgáfa af K-SADS-PL samkvæmt Diagnostic and Statistical Manual of Mental Disorders, fimmtu útgáfu (DSM-5). Tilgangur rannsóknarinnar var að staðfæra þunglyndisviðauka og áráttu- og þráhyggjuviðauka K-SADS-PL-5 á íslensku og forprófa í klínísku úrtaki. Þátttakendurnir voru 29 börn og unglingar á aldrinum sex til sautján ára, ásamt foreldrum þeirra, sem leituðu á göngudeild Barna- og unglingageðdeild Landspítalans eða Litlu Kvíðameðferðarstöðina. Börn og foreldrar fylltu út spurningalista sem mat þunglyndi og áráttu- og þráhyggjuröskun, sem síðar var borinn saman við þá sem fengu greiningu og þá sem fengu ekki. Matmannsáreiðanleiki var fengin með að bera saman greiningar tveggja óháðra matsmanna, þar sem annar hlustaði á hljóðupptöku úr K-SADS-PL viðtali fyrri matsmanns. Niðurstöður sýndu miðlungs til háa fylgni geðgreininga við samanburðarlistana. Jafnframt var samræmi milli matsmanna gott (Kappa 0,91 til 1,00) á röskununum, og fullkomið samræmi fyrir alvarlega þunglyndisröskun. Íslensk staðfærsla K-SADS-PL-5 virðist vera réttmætt og áreiðanlegt matstæki á þunglyndisröskunum og áráttu- og þráhyggjuröskun hjá börnum og unglingum á Íslandi. Standardized diagnostic interviews have shown to be more reliable than clinical assessment for youth mental health diagnosis and differential diagnosis. Schedule for Affective Disorders and Schizophrenia-Present and Lifetime Version (K-SADS-PL) is one of the most common standard diagnostic interviews used in Iceland to assessing psychiatric disorders in children and ...