Summary: | Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri Í þessari ritgerð er leitað svara við því hvort að munur sé á milli kynja í barnateikningum. Öllum er það ljóst að kynin eru líffræðilega ólík, en eru þau ólík á öðrum sviðum? Kenningar fræðimannanna W. Lambert Brittain, Viktors Lowenfeld og Rhodu Kellogg um myndsköpun ungra barna voru skoðaðar. Kynjamunur almennt var skoðaður og leitað fanga í greinum eftir Margréti Pálu Ólafsdóttur, Hafstein Karlsson og Stefaníu Traustadóttur. Undirbúningur fór fram í leikskólanum Stekkjarási og skriflegt leyfi var fengið frá forráðamönnum barnanna til að taka þátt í rannsókninni og fékkst 100% þátttaka frá forráðamönnum þeirra. Einnig var óskað eftir því við forráðamenn barnanna að fá að ræða við börnin um þeirra túlkun á myndefninu, nokkurs konar einstaklingsviðtal. Til að geta skoðað samskipti milli barnanna var notuð uppeldisfræðileg skráning. Til eru margar góðar aðferðir til þess t.d. að taka ljósmyndir, myndbandsupptökutæki, teikna og skrifa það niður sem börnin segja, vangaveltur leikskólakennaranna og viðbrögð. Var notast við myndbandsupptökutæki í þessar rannsókn. Mælitæki voru notuð, en það voru bækurnar, Dagur í lífi Skarpa eftir Birgi Svan Símonarson og Svona gera prinsessur eftir Per Gustavson. Niðurstaða var fengin úr rannsókninni og kom hún höfundi á óvart, sem vakti um leið upp mikilvægar og skemmtilegar spurningar sem vert er að gefa gaum.
|