Kerfisbundið yfirlit yfir próffræðilega eiginleika Sjálfsmatskvarða Becks á Íslandi

Rannsóknum á Íslandi sem hafa kannað próffræðilega eiginleika Sjálfsmatskvarða Becks hefur fjölgað eftir þýðingu kvarðanna yfir á íslensku. Sjálfsmatskvarðar Becks samanstanda af fimm undirkvörðum með 20 atriði hver, sem meta sjálfsmynd, kvíða, þunglyndi, reiði og hegðunarvanda hjá ungmennum á aldri...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Rebekka Björg Guðmundsdóttir 1993-, Rebekka Aldís Kristinsdóttir Valberg 1994-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2018
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/30576
Description
Summary:Rannsóknum á Íslandi sem hafa kannað próffræðilega eiginleika Sjálfsmatskvarða Becks hefur fjölgað eftir þýðingu kvarðanna yfir á íslensku. Sjálfsmatskvarðar Becks samanstanda af fimm undirkvörðum með 20 atriði hver, sem meta sjálfsmynd, kvíða, þunglyndi, reiði og hegðunarvanda hjá ungmennum á aldrinum 7-18 ára. Leitast var eftir því að kanna hvort Sjálfsmatskvarðar Becks hentuðu til notkunar í íslensku þýði og voru allar tiltækar rannsóknir sem fundust í gagnagrunni Google Scholar, PubMed og Skemmunar á kvörðunum á íslensku úrtaki teknar saman. Alls voru þær níu talsins og voru gögn um próffræðilega eiginleika kvarðanna skráð niður. Niðurstöður íslenskra rannsókna virðast vera að mestu leyti í samræmi við bandarískt stöðlunarúrtak sem sýndi að innra samræmi og samleitniréttmæti væri helsti styrkleiki listans. Hins vegar mældist nokkur innbyrðis fylgni milli undirkvarða Sjálfsmatskvarða Becks, fylgni við aðra lista sem mátu ólíkar hugsmíðar og niðurstöður þáttagreiningar bentu til þess að listinn aðgreindi ekki með fullnægjandi hætti á milli kvíða, þunglyndis og reiði sem benti til lélegs aðgreiningarréttmætis. Þörf er á frekari langtímarannsóknum á stærra úrtaki sem endurspeglar íslenskt þýði betur og mælt er með endurskoðun atriða sem meta kvíða, þunglyndi og reiði.