Hvernig eru íslenskar ferðaskrifstofur að nýta sér samfélagsmiðla í markaðssetningu til erlenda ferðamanna?

Markaðssetning á netinu er orðin fastur liður í almennri markaðssetningu og með netinu er kominn nýr vettvangur fyrir markaðssetningu sem fyrirtæki þurfa að tileinka sér til að ná árangri. Mikilvægur vettvangur á netinu eru samfélagsmiðlar, þar sem heilu samfélögin skiptast á skoðunum, deila hugmynd...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Íris Hrund Ormsdóttir 1993-, Sylvía Líf Árnadóttir 1994-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2018
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/30512
Description
Summary:Markaðssetning á netinu er orðin fastur liður í almennri markaðssetningu og með netinu er kominn nýr vettvangur fyrir markaðssetningu sem fyrirtæki þurfa að tileinka sér til að ná árangri. Mikilvægur vettvangur á netinu eru samfélagsmiðlar, þar sem heilu samfélögin skiptast á skoðunum, deila hugmyndum og glansmyndum af lífi sínu. Mörg fyrirtæki hafa ekki kynnt sér þessa miðla nægilega vel sem markaðstól. Mikil áskorun fylgir því að nota samfélagsmiðla þannig að þeir skila fyrirtækinu ávinningi, en á sama tíma geta mörg tækifæri einnig falist í því. Ferðaskrifstofur á Íslandi hafa verið að tileinka sér markaðssetningu á samfélagsmiðlum undanfarin ár með misjöfnum árangri. Í þessari rannsókn eru markaðsaðferðir íslenska ferðaskrifstofa skoðaðar og athugað hvernig þær hafa tileinkað sér samfélagsmiðla sem markaðstól. Niðurstöður leiddu í ljós að fyrirtæki voru misvel á veg komin að þróa stefnur í markaðssetningu á samfélagsmiðlum og var árangur þeirra í samræmi við það. Marketing on the internet is a strategy that has in the recent years become a part of general marketing and something that most firms are aware of. Today with social media this marketing environment has gotten even more complex and is it getting more and more important for firms to be available to their customers through social media. Social media is a platform where societies are formed and share their thoughts, ideas, and beautified pictures of their lives. Since social media is a new kind of marketing tool with many opportunities, a lot of firms have not yet gotten the hang of how to use it to their advantage. A big challenge comes with using social media in a way where the outcome benefits for the firm, but there are also a lot of opportunities that come along side it. Travel agencies in Iceland have been using social media as a marketing tool for some time now, but with varied success.