Stöðubundin eterlípíð merkt með ómega-3 fjölómettuðum fitusýrum í einni endastöðunni

Verkefnið fólst í fjögurra skrefa efnasmíð á handhverfuhreinum eterlípíðum. Eterlípíðin sem smíðuð voru höfðu ómega-3 fjölómettaða fitusýru í endastöðu og miðlungs langa fitusýru í miðstöðu. Rannsóknir hafa sýnt að eterlípíð og ómega-3 fitusýrur hafi jákvæð áhrif á heilsu manna. Það þótti því áhugav...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Benjamín Ragnar Sveinbjörnsson 1987-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2009
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/3050
Description
Summary:Verkefnið fólst í fjögurra skrefa efnasmíð á handhverfuhreinum eterlípíðum. Eterlípíðin sem smíðuð voru höfðu ómega-3 fjölómettaða fitusýru í endastöðu og miðlungs langa fitusýru í miðstöðu. Rannsóknir hafa sýnt að eterlípíð og ómega-3 fitusýrur hafi jákvæð áhrif á heilsu manna. Það þótti því áhugavert að geta smíðað þessi efni. Fyrst voru notuð þekkt hvörf til að útbúa eterlípíð með náttúrulegri skipan, þar sem alkýlkeðja var tengd inn á aðra endastöðu handhverfuhreins sólketals og díólið afverndað. Næst var ómega-3 fitusýra innleidd í fríu endastöðuna með hjálp lípasans Candida antarctica. Loks var miðlungs löng fitusýra innleidd í miðstöðu í tengihvarfi. Nýjung verkefnisins fólst í þeirri staðvendni sem birtist í síðustu tveimur skrefunum. Úr þessum skrefum fengust góðar heimtur með tilætlaðri staðvendni. Myndefnin voru sannkennd með NMR og IR litrófsmælingum, nákvæmum hágæða massamælingum ásamt því að eðlisljósvirkni efnanna var mæld.