Það gerast nefnilega ljótir hlutir á fallegum stöðum: Myrk saga Þingvalla sem tækifæri í ferðaþjónustu

Dauði og hörmungar hafa alla tíð vakið upp forvitni hjá fólki og fólk hefur frá upphafi ferðalaga dregist meðvitað eða ómeðvitað að stöðum tengdum dauða. Með gríðarlegri aukningu ferðamanna og vaxandi áhrifamætti fjölmiðla og markaðssetningar seinustu áratugi hafa vinsældir myrkra staða aldrei verið...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Lena Hulda Nílsen 1979-, Rakel Sesselja Hostert 1992-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2018
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/30499
Description
Summary:Dauði og hörmungar hafa alla tíð vakið upp forvitni hjá fólki og fólk hefur frá upphafi ferðalaga dregist meðvitað eða ómeðvitað að stöðum tengdum dauða. Með gríðarlegri aukningu ferðamanna og vaxandi áhrifamætti fjölmiðla og markaðssetningar seinustu áratugi hafa vinsældir myrkra staða aldrei verið meiri. Fólk hefur upplifað hörmungar og óhugnað alls staðar í heiminum og er Ísland þar ekki undanskilið. Þrátt fyrir að óhugnaður leynist víða í íslenskri sögu hefur ferðaþjónusta hér á landi ekki nýtt myrka sögu á skipulagðan hátt. Ákveðin tækifæri geta legið í því að nýta þessa sögu, bæði til að gera menningararfinum hærra undir höfði en einnig til að auka fjölbreytnina. Í þessari rannsókn var leitast við að skoða hvernig hægt er að nýta myrka sögu Þingvalla sem tækifæri og efnivið í ferðamennsku. Niðurstöður leiddu í ljós að Þingvellir eru vissulega myrkur staður sem býr yfir talsverðum myrkum tímabilum en slík saga er lítið sem ekkert nýtt í tengslum við ferðamennsku. Einnig leiddu niðurstöður í ljós að markaðssetning miðar að mestu leyti að því að kynna ferðamönnum náttúru svæðisins og jákvæðar hliðar menningararfsins. Skiptar skoðanir eru á því hvernig nálgast eigi söguna á Þingvöllum og hvernig eigi að miðla henni. Vel er þó hægt að nýta myrka sögu staðarins til að bæta við flóru ferðamennskunnar á svæðinu og það getur því verið þýðingarmikill þáttur í að efla hana. Lykilorð: Myrk saga, dauði, óhugnaður, tækifæri, ferðamennska, Þingvellir. Death and tragedy has always been something that people are curious about, and people have been drawn to places associated with death from the beginning of when people started traveling. With constant increase in number of tourists and growing influence of media and marketing in the last decades, dark places have never been more popular. People have witnessed tragedies and sorrow all over the world, and Iceland is not excluded from that. Even though you can find horror all through Icelandic history, tourism companies have not been focusing on exploiting the dark history ...